Leita í fréttum mbl.is

Ekki viđkunnanlegt ađ brosa, hvađ ţá hlćgja ...

strandMinna má vart krefjast af framkvćmdastjóra Samfylkingarinnar en hann flýi, sem fćtur toga, af strandstađ, fyrst kjósendur tóku uppá ţví fjandans óţokkabragđi ađ aflúsa ţennan kláđasćkna flokk. Ţađ liggur viđ ađ manni finnist ekki viđkunnanlegt ađ brosa, hvađ ţá hlćgja opinberlega, ađ sjá Samfylkingarskonortuna veltast um, hálfsokkna í fjöruborđinu, og allir nema ţrír horfnir fyrir borđ og drukknađir í hinu pólitíska lygahafi. En svona kann ađ fara ţegar menn rjúka til ađ smíđa sér stórt skip, án kjölfestu og rétt stilltra siglingatćkja; slík útgerđ er dćmd til ađ farast í hafi eđa stranda í illri stórgrýtisfjöru.

oss.jpgAuđvitađ er nákvćmlega aungin eftirsjón af Össuri, H. Hjörvar, Árna Páli, Valgerđi og Sigríđi Ingibjörgu; lífiđ getur sem best gengiđ sinn vanagang án ţeirra í alţingishúsinu eđa stjórnarráđinu. Ţetta gengi hefir fátt gott látiđ af sér leiđa á stjórnmálasviđinu, en veriđ ţeim mun meira til vandrćđa. Til dćmis hefir heimavöllur Össurar veriđ innanflokksátök og politískt undirferli, allt frá ţví hann var í Alţýđubandalaginu, gegnum Alţýđuflokkinn og yfrí Samfylkinguna; ţessi óknyttadrengur hefir hvarvetna veriđ til óţrifnađar, enda hugsjónalaus međ öllu í stjórnmálum.

Úr ţví sem komiđ er, vćri best ađ flytja Samfylkinguna af strandstađ og sökkva henni í Framsóknarfjóshauginn. Ţar mun hún hitta fyrir ćttföđur framsóknarmanna og krata, gamla Hriflon, sem starfar sem einhverskonar gwöđ í hymmnaríki framsóknarkratíunnar.  


mbl.is Sagđi upp hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband