Leita í fréttum mbl.is

Ekki viðkunnanlegt að brosa, hvað þá hlægja ...

strandMinna má vart krefjast af framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar en hann flýi, sem fætur toga, af strandstað, fyrst kjósendur tóku uppá því fjandans óþokkabragði að aflúsa þennan kláðasækna flokk. Það liggur við að manni finnist ekki viðkunnanlegt að brosa, hvað þá hlægja opinberlega, að sjá Samfylkingarskonortuna veltast um, hálfsokkna í fjöruborðinu, og allir nema þrír horfnir fyrir borð og drukknaðir í hinu pólitíska lygahafi. En svona kann að fara þegar menn rjúka til að smíða sér stórt skip, án kjölfestu og rétt stilltra siglingatækja; slík útgerð er dæmd til að farast í hafi eða stranda í illri stórgrýtisfjöru.

oss.jpgAuðvitað er nákvæmlega aungin eftirsjón af Össuri, H. Hjörvar, Árna Páli, Valgerði og Sigríði Ingibjörgu; lífið getur sem best gengið sinn vanagang án þeirra í alþingishúsinu eða stjórnarráðinu. Þetta gengi hefir fátt gott látið af sér leiða á stjórnmálasviðinu, en verið þeim mun meira til vandræða. Til dæmis hefir heimavöllur Össurar verið innanflokksátök og politískt undirferli, allt frá því hann var í Alþýðubandalaginu, gegnum Alþýðuflokkinn og yfrí Samfylkinguna; þessi óknyttadrengur hefir hvarvetna verið til óþrifnaðar, enda hugsjónalaus með öllu í stjórnmálum.

Úr því sem komið er, væri best að flytja Samfylkinguna af strandstað og sökkva henni í Framsóknarfjóshauginn. Þar mun hún hitta fyrir ættföður framsóknarmanna og krata, gamla Hriflon, sem starfar sem einhverskonar gwöð í hymmnaríki framsóknarkratíunnar.  


mbl.is Sagði upp hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband