Leita í fréttum mbl.is

Krataeðlið er erfiður og hættulegur sjúkdómur


Einkathotur-rikisstj-geir_1152654354En nú er þessi Logi, sem aunginn veit hvur er nema eftir vill fáeinir Akureyringar, sem sé orðinn krati eftir að hafa verið á netabáti í æsku. Á Íslandi merkir orðið ,,krati" auðvaldssinni, sem segirst vera vinstrisinni, jafnvel sósíalisti. Pétur Pálsson framkvæmdastjóri í Sviðinsvík kvaðs sjálfur vera ,,sósíalist" þrátt fyrir að hann væri svæsnasta auðvald og íhaldsmenni í sínum landsfjórðungi. Auk þess þarf sá maður á Íslandi, sem er krati, að vera haldinn þekktri skapgerðar og karakterveiklun, krataeðlinu, svo það hann geti umborið tvískinnung sinn og lífslygi, já og alla sína lýgi og pólitíska ruglandi almennt. Og það mega kratar vita, að þeir eru haldnir krónískum sjúkdómi, sem er ólæknanlegur eins og til að mynda sykursýki.

myndir_520.jpgAð öllu samanlögðu, þá eiga menn að vera áfram á sínum netabát, uns þeir verða reknir í land sökum ellihrumleika og saltbruna í augum, í stað þess að lenda á villigötum í landi og enda kanski í ræsinu eða verða kratar. Þetta heilræði hefði Logi þessi skriðjökull átt að hafa í huga áður en hann tók þa afdrifaríku ákvörðun að stökkva í land á besta aldri, - þá væri ef til vill ekki svona komið hans ógæfu, að vera orðinn krati.

ing7.jpgFyrir margt löngu kyrkti frú Ingveldur einhvern mannaumingja, sem nú er löngu gleymdur, af því að hún hélt að hann væri krati. Svo hengdi hún líkið upp í snöru, þannig að þeir sem að komu töldu óyggjandi og fullvíst, að hinn látni hefði stytt sér aldur. Þessi litla saga segir oss, að það kann að vera lífshættulegt að vera krati, því fátt fer meir í taugarnar á öðru fólki en kratar og krataeðli. Framferði frú Inveldar í þessu máli er ámælisvert, en sýnir bæði henni og oss sjálfum, að návist krataeðilis getur auðveldlega firrt fólk viti og komið því til að fremja ódæðisverk.  


mbl.is Arkitekt, pólitíkus, dansari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband