Leita í fréttum mbl.is

Smeygði hálsbandi á Proppa

x29Helvítis annkgoti er hann nú seigur hann Banzi hérna okkar í Viðreisn. Enda er hann alvanur einkavinavæðingum, gjaldþrotum og panamavafningum. Og ekki minkaði völlurinn á okkar manni þegar hann smeygði hálsbandinu á Proppa og fór að teyma hann á eftir sér í alskonar bakherbergi eins og sauðkind með húfu. í bakherberjum er glði og gaman, pomm bomm bomm, þar reykja allir og drekka saman vindla, pípu og romm. Svo verða allir svo undurglaðir þegar Banzi verður búinn að raða saman ríkisstjórn með Bjarna frænda sínum og Proppa, sem er andlegur náfrændi þeirra Banza og Bjarna. Það verur nú meiri gleðin.

kikkKolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður er hinsvegar eyðlagður útaf gangi mála. Sigmundur Dávíð kennir nefnilega Kolbeini um hafa verið grillaður, steypt af stóli og útstrikaður í gríð og erg. Þá er Vigdís Hauks mjög vond útí Kolbein, af því að frú Ingveldur sparkaði henni bókstaflega úr húsi í miðju samkvæmi að heimili Kolbeins og frú Ingveldar. Sakargiftir fyrir útsparkinu er óljósar, en eitthvað kassandi hefir greinilega gengið á. Bjarni Ben og Banzi frændi vilja ekkert með Kolbein og Sigurð Inga gera, né af þeim vita; þeir frændur kalla þá víst spillingarmarhnúta og öðrum illum nöfnum og segja þá best geymda í lágréttu ástandi í flórnum í Framsóknarfjósinu. En þetta getur sem best litið betur út í fyrramálið, ef þeir frændur nenna ekki lengur að teyma Proppa á eftir sér og bjóða þess í stað Kolbeini og Sigurði Inga til samlags.

dog2_1268417.jpgAnnars er Viðreisnar-Banzi allra kyndugasti náungi. Hann telur að ESB hafi ósköp notaleg áhrif á fjármálaumsvif sín og lætur sem vind um eyru þjóta þá kenningu, að innganga í þetta fíniríissamband sé álíka gáfulegt og að kasta péníngum sínum innum glugga á alelda húsi. Og þetta uppátæki hans, að gera Proppa að búrtík sinni, kemur mönnum mjög svo annarlega fyrir sjónir. Sumir segja, að Banzi hljóti að vera geggjaður, aðrir að hann sé svo mikill djúphyggjumaður, að ekki komi á óvart þótt hann standi allíeinu uppi með gjörunnið tafl. Enn aðrir eru vissir um, að Proppi sé ekki allur þar sem hann er séður og muni taka undir sig stökk og draga Banza í hendingskasti útúr öllum fócusi, beint út á foraðið, þaðan sem aunginn á afturkvæmt.


mbl.is „Þetta getur verið fram á nótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2016 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband