Leita í fréttum mbl.is

Glámur Katrínar

drau2.jpgHvurn skrattann ætli stelpuskömmin sé alltaf að bardúsa undir þessum feldi? Vonandi er hún ekki að leita sér lúsa, eins og forfeður okkar skemmtu sér við þegar þeir lágu undir feldi. Katrín þarf ekki að leita lúsa í híbýlum VG, þar dugar ekkert minna en hundahreinsun af sverustu sort, laxerolía, uppsölumeðal ásamt með volgum grænsápulút og glussa. Á suma gapuxana í VG gagnar hundahreinsun ekki par, því þarf að leiða þá út og segja þeim að fara til Andskotans, með öðrum orðum: reka þá úr flokknum. Mikið væri gott ef Katrín hætti lúsaleiðangri sínum undir feldinum og sópaði gapuxunum á dyr, - ég væri meira að segja til í að hjálpa henni við prívat og persónulega við þá hreingerningu.

Um Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði, okkar samlanda, var orkt: ,,Heldur í feldinn og horfir í eldinn", en þá var Grettir að bíða Gláms hins svenska til að glíma við hann. Katrín ætti að fara öðruvísi að. Hún á að svipta sér undan hrosshúðinni, míga í eldinn uns hann slokknar, og bíða síns ,,Gláms" utan dyra og hleypa honum ekki inn, því þar inni væri hann meir en vís með að gera eitthvað af sér. Glámur Katrínar er ekki svenskur og ekki draugur á sama hátt og Glámur heitinn, sem Grettir hafði undir. Nei, Glámur Katrínar heitir Steingrímur Svavar Álfheiðarson Ingason og hefir víst verið að sýsla síðustu daga við að gera hosur sínar grænar fyrir Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarmaddömunni, enda á vomurinn mikla hugsjónasamleið með því fólki.

Ef Katrínu tekst að bægja draugum og drýsildjöflamorinu frá sér og gera VG að raunverulegum vinstriflokki, en það er ótilokað meðan Steingrímur Svavar Álfheiðarson á sér þar samastað; þá skapast kanski aðstæður til samtals og orðræðna, eða hvað sem þau heita annars þessi fínu orð sem stjórnmálastéttin og fjölmiðlaspámennirnir misnota og ofnota í því sem næst hvurri setningu sem út ganga af þeirra munni.


mbl.is Katrín liggur enn undir feldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband