Leita í fréttum mbl.is

Sá er svívirðir musterið skal burtrækur gjörr, á stundinni

fu3Þegar hafa margvíslegar kenningar getgátur gubbast upp á Akureyri og víðar um land um það hvur og hvaðan hann sé hinn andstyggilegi guðlastari, sem réðist eins og hamstola djöfulsbarn á musteri Akureyringa. Allflestir, einkum Akureyringar sjálfir, eru handvissir um að þorparinn sé einn af þessum utanbæjarmönnum sem öfundi Akureyringa af KEA, Samherja og Konráði sjóvíkingaforingja. Aðrir er meira hallir undir að ódámurinn sé óféti utanúr Eyjafirði, sem meðtekið hefir illan anda Múhámeðs spámanns, með öðrum orðum: umskiptingur undir beinum áhrifum frá Djöflinum sjálfum. Í þriðja lagi hafa grunsemdir vaknað um að illvirkinn hafi framið guðlast sitt fyrir hönd Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem er mikil flokkur sjúklinga á svokölluðu þjóðfylkingarrófi.

ing23Á einu fyrirmyndarheimili í Reykjavík ríkir þó rafmagnað ástand og viðkvæmt útaf þessum kirkjuskrifum fyrir norðan land. Frú Ingveldur hefir nefnilega bitið í sig að Kolbeinn eiginmaður hennar eigi launson á Akureyri, hvers móðir er, að sögn frú Ingveldar, aumkunarverðast skítadræsa sem gengið hefir laus á gjörvöllu Norðurlandi. Þess meinti launsonur Kolbeins, segir frú Ingveldur að sé auðvitað aumingi í sjón og raun, haldinn ranghugmyndum um gvuð og víli ekki fyrir sér að fremja ódæðisverk gegn skaparanum og frelsaranum og því sé óbermið atarna öðrum líklegri til að ráðast á helga dóma kristinna manna. Kolbeinn vísar afturámóti öllum dylgjum frú Ingveldar á bug; fullyrðir að hann eigi aungvann launson fyrir norðan land og þekki því síður einhverja andstyggilega skítadræsu í þeim landsfjórðungi.

Þegar síra Baldvin frétti af árásinni á musteri Akureyrar lagðist hann þegar í stað á bæn og bað föður andanna afdráttarlaust um að taka í taumana og leiða lögregluþjóna á slóð afbrotamannsins og láta þá handtaka kvikindið og yfirheyra það svo það muni efir því. Eins og við manninn mælt bænheyrði Drottinn þjón sinn og innan skamms var þrjóturinn fallinn í hendur lögregluþjóna, sem kunna að taka á svona fyrirbæri. Nú hefir hinn skriftaglaði guðníðingur verið rekinn burt frá Akureyri og má þakka fyrir að þarbæjarmenn hafi ekki embættað hann samkvæmt lögum og siðum fyrri alda. 


mbl.is Játaði skemmdarverk á kirkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband