Leita í fréttum mbl.is

Ill örlög Indriđa bónda í Austurkoti

xbEitt af ţví sem bćndur verđa ađ kunna, er međferđ nautgripa. Ef ţeir kunna ţađ ekki, geta ekki lćrt sökum skorts á vitsmunum eđa af öđru alvarlagum ástćđum, er ekki um annađ ađ rćđa en ađ sökkva búsýslu ţeirra í framsóknarfjóshauginn. Indriđi gamli Handfjörđ í Austurkotinu, afi Indriđa Handređs, var einn af ţessum mönnum sem ekki kunni međ nautgripi ađ fara og komst upp međ ţađ ţar til nautgripakyniđ sjálf tók í taumana, međ Guđs hjálp. Indriđi gamli hafđi aldrei áhuga á ađ moka fjósflórinn og lét sér ţví oft nćgja ađ skófla mykjunni uppí básanna til kúnna. Af ţessu urđu kýrnar ákaflega útklíndar og klepróttar og nánast ógerningur ađ mjólka ţćr öđruvísi en ađ minni eđa stćrri tađskellur féllu ofan í fötuna. Ţegar einhver kýrin varđ hvumpin og rak löppina ofaní fötuna rauk Indriđi til og sparkađi í blessađa skepnuna og barđi hana hamslaust međ fötunni. Ofan á ţessar tiltektir var Indriđi mjög sparsamur á hey í kjaftinn á kúnum til ađ sporna viđ ţví ađ ţćr framleiddu of mikla mykju og hann átti ţađ líka til ađ reka ţćr út á tún um hávetur í skafrenningi og brunagaddi svo ađ ţeim lá viđ króknun. 

beljaDag einn sást Indriđi gamli tölta međ kú í taumi á eftir sér, en kýrin var yxna og hugđist Indriđi leiđa hana undir tudda á nćsta bć. Segir ekki af ferđ ţeirra milli bćja fyrr en Indriđi er búinn ađ stilla kú sinni upp fyrir framan fjósdyrnar á nćsta bć og bóndinn ţar farinn ađ leysa tuddan af básnum. Ţetta var gríđarmikill uxi, tvíelleft blótneyti, sífellt frođufellandi af vonsku og hungri í kynmök. Í ţetta sinn hafđi uxinn, aldrei ţessu vant, áhuga á kvenkyninu, reif sig lausan úr höndum eiganda síns og stökk fram hjá kúnni og beint á Indriđa gamla bónda Handfjörđ í Austurkoti, hafđi hann ţegar undir og lauk ekki starfi sínu fyrr en Indriđi var kominn í tćttlur, ţá snöri uxinn kvćđi sínu í kross, minnist viđ hina ástsjúku kú Indriđa og gagnađist henni á augabragđi.

xb4_1233509.jpgAf ţessu geta menn séđ, ađ bćndaleysur sem fara illa međ beljur sínar hefist fyrir ţađ grimmilega, annađhvort međ ţví ađ Matvćlastofnun tekur kýrnar af ţeim og innsiglar fjósiđ, eđa hiđ náttúrlega réttlćtislögmál grípur til sinna ráđa og kollvarpar slíkum bćndakurfum međ ţví ađ láta griđung ráđa ţá af dögum eđa ţeir detta i fjósflórnum og hálsbrjóta sig. Sagt er ađ Indriđi Handređur sé andlegt ljósrit af afa sínum, Indriđa Handfjörđ, en sem betur fer hefir Indriđi handređur ekki yfđir neinum öđrum nautgripi ađ ráđa, nema eiginkonu sinni, Máríu Borgargagni, en hún hefir sem betur fer í fullu tré viđ bónda sinn.  


mbl.is Bóndi sviptur nautgripum sínum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband