Leita í fréttum mbl.is

Kirkjur án hirðis eru viðskiptalífinu viðbjóður

chÞeim í frjálshyggjusöfnuðinum, sem kallar sig Viðskiptaráð, munar ekki hætis hót að selja og veðsetja hluti sem þeir eiga ekkert í. Þeir gætu þess vegna selt Hrafnseyrarkirkju á morgun, ef þeir eru ekki þegar búnir að selja hana, og nýr eigandi gæti komið annað kvöld, dregið hana niður í fjöru og látið skip síðan draga hana hvert á land sem er. Enda er ótækt að hafa kirkju án hirðis, því það er lítill gróði af soleiðis fyrirtæki. Við skulum segja, að ríkisstjórnin seldi Benza fjármálaráðherra kirkjuna og hann myndi setja hana niður á lóðina heima hjá sér og gera hana að sprelligosasjoppu; þá væri málið leyst með því að fá kirkjunni glæsilega hirði, sem mundi vafalaust græða morð fjár á fyrirtækinu.


ch4Það sem Viðskiptaráði sárnar, og það skiljanlega, er að ekki sé búið að einkavæða kirkjurnar fyrir lifandis lögnu og gera úr þeim gróðafyrirtæki í umsýslu og eign ágjarnra fjárplógsmanna í stað þess að hafa þessi hús á opinberu framfæri eins og hreppsómaga eða kararkérlíngu. Þetta einkavæddi síra Baldvin allar kirkjunar í prestakalli sínu og á þær nú hundraðprósen sjálfur og messar í þeim til skiftis og selur inn á kirkjulegara athafnir og ókirkjulegar líka. Síra Baldvin er nefnilega maður einkaframtaksins og hefir í sinni embættistíð tekið upp bannfæringu, skyldumætingu sókarbarna í messur, jarðarfarir og giftingar. Þeir, sem að mati síra Baldvins, eru syndarar, glæpamenn, drykkjusvín og hórdómshyski neitar hann um legstað í vígðum reit og dysjar þá utangarðs og tekur fimmfalt gjald fyrir af aðstandendum ódámanna.

ch2Í ljósi ofangreindra atriða, þýðir lítt fyrir Hallgrím einhvern Sveinsson sóknarnefndarformann að steyta görn framaní Viðskiptaráð. Það mundi heldur ekki tjóa fyrir Hallgrím þennan, þótt hann væri Pétursson og hefði orkt Passíusálma, að ýfa burstirnar fyrir augliti frjálshyggjusnakkana í Viðskiptaráði, því að þeir væru fljótir að setja í hann löppina og koma honum í skilning um, að kirkja án hirðis er kirkja án hirðis og þessháttar þing sé óviðunandi í nútímaþjóðfélagi þegar Dónaldur Trump er orðinn forseti vestrí Bandaríkjunum og búið sé að gera Milton Friedman að dýrlingi innan hinnar heilögu mammónsku kirkju. 


mbl.is Ríkið selji kirkju sem það á ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú,ég hélt að Hallgrímur Sveinsson væri látinn,en kannski er hausinn á mér orðin vellingur; Bið þá forláts!

Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2017 kl. 00:41

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér sýnist þetta mál vera skondið og það í meira lagi. Á sínum tíma afhenti kirkjan jarðir og fasteignir sem á þeim stóðu ríkinu til eignar geng því að ríkið greiddi laun presta. Og nú ætlar ríkið að " selja" kikjunni aftur þessar jarðir aftur fyrir 0 krónur. Og til að kóróna vitleysuna sjá einhverjir vitleysingar á Hrafnseyri ástæðu til að væla yfir öllu þessu. Hversu vitlausir geta menn verið?

Jósef Smári Ásmundsson, 29.1.2017 kl. 08:50

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"kikjunni aftur þessar jarðir aftur  fyrir 0 krónur." Átti að vera: kirkjunni aftur þessar jarðir fyrir 0 krónur.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.1.2017 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband