Leita í fréttum mbl.is

Okkar mesti rithöfundur var sem fyrr hundsaður

megrunEins og búist var við, fór bókmenntaverðlaunahátíðin út um þúfur, enda ekki annað en pungurinn og eyrun og skjátan ein. Strax að verðlaunveiting afstaðinni kom merkasta skáld á Íslandi, vissulega burtsofnað, fram á miðlisfundi og kallaði verðlaunaveitinguna hlálega og talaði um uppsóp og undanrennu. Áður en skáldið hvarf af miðilsfundinum bað það fyrir kveðju til Landssambands íslenskra útvegsmanna. En bókamenntahátíðin atarna lak sem sé niður og liggur nú eins og marglytta á stofugólfinu á Bessastöðum.

Þá er öllu hugnanlegra, að kveðja til leiks Jón Rithöfund, en hann er mestur íslenskra skálda í dag, þrátt fyrir að ekki hafi komið út stafkrókur eftir hann á bók eða blaði. Hann hefir ritað þætti um bilaða menn og sögur hundahreinsunarkvenna; enn fremur ljóðabálk af Okkar manni og Stórarauðsrímur Strandamanns. Þá eru ótaldar fullfrágengnar skáldsögur Jóns Rithöfundar í handritum, mörg digur bindi,sem fjalla sitt og hvað um ástir kraftamanna á tuttugustu og fyrstu öld, eða óeðli upp til sveita og í kaupstöðum á Íslandi. Öll eru verk Jóns margslungin og örlagaþrungin og rituð af meiri íþrótt en menn eiga að venjast nú á dögum sjálfsdýrkunar og hlandaulamenningar.

En Jón Rithöfundur var ekki boðin velkominn til Bessastaða til bókmenntaveislu, hvað þá verðlaunaður af forseta lýðveldisins fyrir framúrskarandi ritsnilld. Enda var Jón Rithöfundur ekki á Bessastöðum í kvöld; hann sat sem endranær í fjósi Hallmundar bónda að skrifa söguna af nikótíneitruninni í nefi Sigríðar á Strymlum við kertaljós. Það er nefnilega þannig, að einungis þeir, sem hafa legið við skrftir í fjósi eða öðru peningshúsi, geta talist rithöfundar, sápuþvegnir og ilmvatnslyktandi borgarbúar koma ekki til greina. Til að geta orðið sæmilegir rithöfundar þurfa menn að minnsta kosti að hafa verið á skútu, mokað kindaskít undan grindum í fjárhúsi eða lifað einvörðungu á hákarli og skötu í þrjú ár. 


mbl.is Auður Ava, RAX og Hildur verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband