Leita í fréttum mbl.is

Vandamálið VG

flokkseigendur_786424Það er svo sem gott og blessað, útaf fyrir sig, að VG hafi mælst stærst stjórnmálaflokka í síðustu könnun MMR. Hinsvegar fylgir sá böggull skammrifi, að VG er engann veginn það burðugur stjórnmálaflokkur að hann geti staðið undir þeirri vegsemd að vera stærstur, með 27%. VG er nefnilega óráðið fyrirbæri, sem hefir ekki hugmynd um hvaðan það er ættað og því síður hvert það ætlar að fara, en lifir af gömlum vana á því sem kjósendur halda að það sé. Frá því að Vinstrihreyfing grænt famboð hélt stofnfund sinn hefir vegferð hennar verið vörðuð svikum, undanslætti og sárum vonbrigðum flokksmanna. Þess ber að geta, til nánari útskýringar, að hópur fólks (gamla flokkseigendafélagið úr Alþýðubandalaginu,) spillt og samdauna auðvaldinu, gerði sér hægt um vik, nokkrum misserum eftir að flokkurinn var stofnaður, og rændi honum svo gott sem með húð og hári. Umrætt rán var keimlíkt því þegar baknabófarnir rændu bankana innanfrá fyrir Hrun. Uppúr þessum sérkennilega þjófnaði fór flokksfélagahópurinn að grisjast; hugsjónafólkið, sósíalistarnir, sem stofnuðu VG, hvarf á braut eða dró sig í hlé, en eftir situr Flokkseigendafélagið með sína undanrennuunga og getur hvorki, né kann, annað en að villa á sér heimildum og valda öðrum vonbrigðum. Um þetta sagði félagi Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður og einn af stofnendum VG, að ástandið væri þannig í VG, að allt besta fólkið væri farið.

Nú geri ég ráð fyrir, að megnið af þessum 27%, sem segjast styðja VG, ali með sér þær vonir, að VG hafi hug á að bylta samfélaginu með því að ganga hreint og heiðarlega til þeirra verka sem í þeirri byltingu felst. En því miður hafa eigendur VG nákvæmlega engann áhuga á slíku, fyrir þá er samtryggingin við auðvaldið of dýrmæt til að hægt sé að fórna henni fyrir alþýðu Íslands. Við þessu er fátt annað í stöðunni, en að benda viðhlægendum VG í skoðannakönnunum á, að litli flokkurinn, Alþýðufylkingin, stendur mun nær sjónarmiðum þeirra um breytta samfélagsskipan en VG, meinar það sem hann segir og svíkur ekki orð sín.


mbl.is Vinstri græn mælast stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband