Leita í fréttum mbl.is

Barátta hennar

ingv16_1240389.jpgFrú Ingveldur er orđin löngu leiđ á ađ klöngrast langar leiđir í ríkiđ til ađ kaupa sér brjóstbćti. Ţá hefir hún ekki minni viđbjóđ á ţví ađ geta ekki fariđ í búđ á kveldin og nóttinni eftir sömu vöru; sunnudagarnir eru svo kapítuli útaf fyrir sig. Kolbeinn Kolbeinsson, eiginmađur frú Ingveldar, er innilega sammála konu sinni um fráleitt fyrirkomulag áfengissölu, ekki síst kveld nćtur og um helgar, sömuleiđis Máría Borgargagn, Indriđi Handređur, Brynjar Vondalykt og Óli apaköttur. Öll eru ţau sjálfstćđtt fólk, nema Kolbein, Borgargagniđ og Handređurinn, en ţau eru sem kunnugt er framsóknarfól. 

roni.jpgŢeir eru ekki ófáir mánudagsmorgnannir, sem frú Ingveldur og hennar vinir hafa mátt hefja vinnuvikuna á ţví ađ brjótast af hörku, marga kílómetra, gegnum ófćrđ, stórhríđ, steypiregn, storm, fárviđri, til ţess ađ sćkja lífsbjörgina í eitthvert af einokunarútibú ríkisins. Stundum hafa ţau veriđ viđ ađ bugast áđur en áfangastađ var náđ; Kolbeinn kom til dćmis eitt sinn skríđandi á fjórum fótum inn ríkisgófiđ, klakabrynjađur og marghrakinn. Og hvađ haldiđ ţiđ ađ svínin, sem starfa fyrir ríkiđ viđ brennivínssölu hafi gert ţegar ţau komu auga ţá hinn ţjáđa mann? Jú, ţau ráku upp illkvittnishlátur og drógu hann á löppunum útúr ríkinu, útí gaddfrostiđ og stórhríđna, og spörkuđu í bakiđ á honum ađ skilnađi. Eftir ţessa manndómsraun lá Kolbeinn rúmfastur um skeiđ međ kalbletti á tánum óg á eyrunum. 

ing11.jpgUm árabil hefir frú Ingveldur háđ baráttu gegn hinu hrođalega, ómannúđlega, einokunarfyrirkomulagi ríkisins á vínsölu. Mörgum sinnum hefur hún fengiđ unga auđnuleysingja, sem fyrir handvömm höfđu slćđst inná ţing í ţađ og ţađ sinniđ og gengdu ţví vafasama starfsheiti ţingmađur, til leggja fram frumvörp til laga um brennivínssölu í matvöruverslunum og kjörbúđum. Eins og ţekkt er, hefir baráttan um brennivíniđ veriđ löng og ströng; mikiđ ţolinmćđisverk í stöđugum mótvindi. Loksins hafa nú skipast veđur í lofti og brátt mun baráttu frú Invegldar, eiginmanns hennar, og ţeirra vina, ljúka međ fullnađarsigri ţeirra, sem mun gjöra ţeim ađdrátt ađfanga auđveldan og umfram allt gleđilegan. Ţađan í frá mun Kolbeinn Kolbeinsson ekki ţurfa ađ leggja sig stórfelldan lífsháska til ađ sćkja sér afrétting.


mbl.is Allt er ţegar ţrennt er?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér sýnist Kolbeinn verđi ađ muna ađ kaupa rör!

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2017 kl. 02:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband