Leita í fréttum mbl.is

Gvöndur niđursetningur

bjorn_i_xl.jpgÍ fjölskyldu frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar er enginn svartur sauđur, eđa sauđur yfirleitt. Til dćmis fćr aunginn svartur sauđur ađgang ađ heimili ţeirra sćmdarhjóna, en svartir sauđir eru samkvćmt skilgreiningu ţeirra hjóna ađeins ţeir sem sannarlega eru róttćkir sósíalistar. Sósíaldemókratar, Álfheiđur Ingadóttir, Steingrímur og Svavarsfjölskyldan er öll velkomin í hús frú Ingveldar og Kolbeins, enda hafa soleiđis eintök sést velta út um ţvottahússdyrnar á ţví húsi međ allt á hćlunum. Nú um stundir er mikiđ fjör og mikiđ brallađ á heimili sćmdarhjónanna, Máría borgargagn hefir veriđ í essinu sínu og Brynjar Vondalykt fariđ međ himinskautum.

En aungin regla er án undantekningar. Ţađ á líka viđ um fjölskyldur frú Ingveldar og Kolbeins. Ţegar ađ er gáđ, má koma auga á undartekninguna, ađ vísu ekki nema í ágćtum sjónauka, en ţó helst í smásjá. Stađreyndin er sem sagt, ađ Kolbeinn á einn varhugaverđan náfrćnda, sem er líka náfrćndi frú Ingveldar. Umrćddur náfrćndi er afar skuggalegur náungi, sem međal annarra óhćfu í gjörđum sínum, var nálega búinn ađ drekkja húsmóđur sinni í súrtunnu innan um blómurskeppi. Ţarna er auđvitađ um ađ rćđa ómenniđ vanţakkláta, Gvönd niđursetning. Ađ réttu lagi ćtti Gvöndur niđursetningur ađ vera löngu dauđur úr elli, en ţess í stađ hefir sannast svo um munar, ađ ţeir lifa lengst sem lýđum eru leiđastir.

Í upphafinu bar móđir Gvöndar niđursetnings hann út strax eftir fćđingu drengsins, en ógćfa ţjóđarinnar hagađi ţví svo, ađ lúsug hundtík snđrađi hvítvođunginn uppi og bar hann heim til sín. Húsbćndum hundtíkurinnar ţókti vandast máliđ ţegar tíkarfjandinn fćrđi ţeim veinandi kornabarn, sem aunginn vissi deili á. Brynjólfur bóndi hugđist loka málinu međ ţví ađ fleygja barnunganum í fjóshauginn, en húsfreyja hans tók ţađ ekki í mál og í sameiningu ákváđu ţau, ađ gera feng tíkurinnar ađ niđursetningi sínum. Ţegar hjónin voru dauđ og börnin ţeirra búin ađ skipta međ sér reytum ţeirra, kom í ljós ađ enginn vildi taka Gvönd niđursetning, sem ţá var orđinn svo gott sem fullorđinn mađur, ađ sér, enda hafđi hann óorđ á sér. Af ţeim sökum fór Gvöndur á vergang, sem endađi á ţví ađ hann féll í höndur gömlu Framsóknarmaddömunnar. Hjá ţeirri viđrđulegu maddömu nam Gvöndur niđursetningur aragrúa af óknyttum og í ţeim efnum var ţó ekki á bćtandi. En ţegar Gvöndur niđursetningur gerđi alvarlega tilraun til ađ neyđa frú Ingveldi, náfrćnku sína, og Kolbein, náfrćnda sinn, bćđi í einu, til óforskammađra hynferđisathafna, settu ţau niđursetninginn frćnda ţeirra út af sakramenntinu fyrir lífstíđ.

Meira af Gvöndi niđursetningi síđar. 


mbl.is Svarti sauđurinn í fjölskyldunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband