Leita í fréttum mbl.is

Skrifstofusjakalinn

Don-ki-koti_151674307Skrifstofusjakalinn mikli á kontor Alþýðusambandsins hefir alla sína alþýðutíð lagt hart að sér í baráttunni gegn opinberum starfsmönnum. Þessi sérkennilega stéttabarátta sjakalans, sem sjálfur þiggur laun samkvæmt ríkislaunum ráðherra, hefir að sjálfsögðu ekki skilað verkafólki einum einasta eyra, en það skiptir aungvu máli í höfðinu á hinum kapítalískmenntaða og morgunblaðslærða hagfræðingi, sem samhliða bardagagirnd hans við opinbera starfsmenn hefir einstaka ánægju að því að faðma fulltrúa erkiauðvaldsins að sér fyrir framan myndavélar fjölmiðla.

Mest var þó gaman að sjakalanum þegar hann skreið ýlfrandi undir borð þegar lýðurinn þursti út á strætin til mótmæla eftir Hrunið góða. Og þar lágu þeir, sjakalinn og hans alþýðuhetjur, og báðu fyrir kapítalismanum meðan hitt fólkið kveikti í jólatrénu á Austurvelli og heimsókti höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins og heimili alræmdra auðvaldsblesa með málningarfötur í hönd. Og þar eð gvöð skrifstofusjakalans á alþýðukontórnum er algóður gvöð og sanngjarn, þá bænheyrði hann sinn fúlskeggjaða dreng og afstýrði byltingu hins óskammfeilna lýðs á Austurvelli. Það er mál manna, að aldrei hafi drotni Mammón borist að hjarta annar eins trúar- og bænarhiti en undan skrifstofuborðinu í höfuðstöðvum Alþýðusambands Íslands er þessa myrku haustdaga 2007 og fram á vor 2008.

En mikið mega Íslendingar vera hamingjusamir með, að þeirra æðsta alþýðuhetja og skrifstofusjakali er engu minni bardagahrókur en Don Kíkóti og að vopnaviðskipti hans við vindmillur opinberra starfsmanna eru engu síður stórbrotnar en skylmingar Don Kíkóta við spánskar vindmillur fyrir nokkurhundruð árum. Við skulum bara vona, að skrifstofusjakalinn fái ekki einhvern mylluspaðann í hausinn einn góðan veðurdag og hin kapítalíska hagfræðifroða leki óbætt hjá garði ofan í holræsið. Því vér eigum heill vora og hamingju undir salekum auðvaldsins og alþýðusjakölunum.


mbl.is Kjarasamningum ekki sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband