Leita í fréttum mbl.is

Styrjöldin út af andláti Jórunnar heitinnar

kol26Það væri fróðlegt að vita hvenær það fór að þykja fréttnæmt, að sílspikaðir dekurpjakkar tækju gullskeiðarnar, sem þeir fæddust með, úr munninum og færu að skylmast örlítið með þeim og garga hvor á annan. Soleiðis hvolpaslagur er ekki einusinni fyndinn, hvað þá meir. Þá var meira bragð af stríðinu, sem upphófst þegar þegar gömul náfrænka frú Ingveldur andaðist.

Þannig var mál með vexti, að Jórunn, náfrænka frú Ingveldar, lét þau boð út ganga, að eftir sinn dag ætti frú Ingveldur að efra allar jarðneskar eigur sínar, sem voru all þó nokkrar, því kerlingin var fjáð vel og ráðdeildarsöm. Um ást Jórunnar á frænku sinni, frú Ingveldi, væri hægt að skrifa mjög langa og lærða ritgerð, því sannast sagna þykir flestum, sem til þekkja, þessi erfðamál og síðast arfurinn sérlega óskiljanlegt fyrirbrigði. En hvað um það, þá Jórunn gamla ekki fyrr dauð en hún birtist frú Ingveldi í draumi og tilkynnti henni, að helvítis ódráttuinn og mannleysan, Kolbeinn Kolbeinsson eiginmaður frú Ingveldar, hefði gert sér hægt um vik og byrlað sér eitur því honum hefði verið farið að lengja eftir arfinum. Daginn eftir afréð frú Ingveldur að setja sig í samband við transmiðil til að fá einkatíma hjá honum. Miðillinn var fljótur að falla í transið eftir að frú Ingveldur var sest hjá honum. Og eins og við manninn mælt, heyðist rödd Jórunnar gömlu, æði gustmikil. Röddin kvað vafningalaust upp úr með, að Kolbeinn Kolbeinsson væri sannkallaður djöfull og andskoti og kaldrifjaður morðingi. - Já, hann drap mig með köldu blóði, helvítið atarna, náði að lauma blöndu af kvikasilfri og rottueitri útí matinn minn í 20 skipti. Eftir tuttugasta skiptið þoldi ég ekki meir og drapst.

ing27Þegar frú Ingveldur kom heim af miðilsfundinum gerði hún nákvæma húsleit, sem bar þann árangur, að hún fann abelsínflösku úti í bílskúr með einhverju skuggalegu glundri í. Kolbeinn sór af sér alla vitneskju um abelsínflöskuna, taldi líklegt að Brynjar Vondalykt hefði komið með hana með sér, augafullur, og skilið hana eftir í bílskúrnum; hann ætti það til að drekka eitt og annað, karlgreyið, þegar hann væri timbraður. Frú Ingveldur lét vísinda mann greina glundrið í abelsínflöskunni og hann fann það út að þetta væri hristingur af kvikasilfri og rottueitri og að tuttugu litlir skammatar af þessum vökva nægði til að kála hvaða gamalmenni sem væri. Um kvöldið slógust frú Ingveldur og eiginmaður hennar, Kolbeinn Kolbeinsson, af hrottalegri grimd og lögðu ekki niður vopn fyrr en kominn var morgun næsta dags, en þá var heimili þeirra rjúkandi rúst, allar rúður í méli, húsgögn möluð í smátt og milliveggir niður brotnir. Fór arfur frú Ingveldar eftir Jórunni gömlu að mestu eða öllu leyti í að bæta það tjón er stríðsreksturinn hafði í för með sér. 


mbl.is Sigmundur og Bjarni tókust á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband