Leita í fréttum mbl.is

Lokaveislan á Jólavölskunni FA 88

danÞrátt fyrir að Gunnólfur útgerðarmaður og skipstjóri væri einhver lakasti fiskimaður og seinheppnasti bátsformaður sem spurnir eru af, var hann þó mesti höfðingi í eðli sínu. Eftir enn eina misheppnaða vertíð færði hann skipshöfn sinni miklar góðgerðir á lokadaginn og settust menn að snæðingi eftir að hafa skrúbbað lestina og stíuborðin og komið netaúthaldinu upp í verðbúð. Og kræsingarnar sem Gunnólfur bauð sínum mönnum upp á var engin slepjuleg tertuskita með gervirjóma frá einnhverri málningarfabrikku, heldur svínasteik og nautasteik með mörgum sósum og öðru gómsætu meðlæti. 

Það var glatt á hjalla í lúgarnum á Jólavölskunni FA 88 þegar Gunnólfur og kappar hans setust að veisluborði. Þeir höfðu verið langlægstir vertíðarbáta í Lönguvík þessa vertíð eins og venjulega, orðið að athlægi. En þennan lokadag var allt slíkt gleymt og mál að lyfta sér aðein upp. Gunnólfur hafði keypt veitingarnar af Sólbirni vert, en sá karl hafði því miður verið blinfullur meðan hann var að brasa steikurnar og hræra sósurnar. Á einhverjum örlagaríkum punkti eldamennskunnar hafð Sólbirni orðið eitthvað á í messunni, því hann hellti úr fullri flösku af ólyfjan í sósuna án þess að veita því nokkra eftirtekt.

Þegar skipshöfnin á Jólavölskunni hafði étið sig metta af steikum og sósum tók Gunnólfur útgerðarmaður og skipstjóri upp tólfflösku kassa að wiskýi, það var víst Johnny Walker, og innan stundar voru menn orðnir vel hreyfir og langaði til að syngja og slást. En áður en kom að framkvæmd dagskrárliðarins, sem átti að vera helgaður söng og slasmálum, fór fyrrnefnd ólyfjan að gera vart við sig í iðrum hinna prúðu sjómanna. Og innan stundar skall kveisan á þeim eins og óvæginn og illvígur brotsjór. Það er ekki til neins að lýsa ósköpum sem dundu yfir, því að til slíkra hluta duga engin orð. Hálfum mánuði síðar var síðasti hásetinn af Jólavölskunni FA 88 útskrifaður af sjúkrahúsinu og var hann þó ekki kominn til betri heilsu en sem samsvaraði því að vera rúmlega hálfdauður.


mbl.is Mættu með tertu niður á höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband