Leita í fréttum mbl.is

Hóruhús á markaðstorgi auðvaldsins

kapital4Sveitarfélög taka enga ábyrgð nema að þau séu neydd til þess; þau eru svona álíka ábyrgðarfull og stjórnvöld sem láta það viðgangast að gjörsamlega ábyrgðarlausir auðvaldspervertar sópi upp íbúðum í kippum, blokkum í kippum, og greiði fyrir með misjafnlega slítugum fjármunum. Meira að segja alræmdir bófar bak við lás og slá hafa fengið að taka þátt í þessari ófyrirleitnu árás fjármagnsaflanna á húsnæðiskost landsmanna.

Svo mætir hér einhver náungi sem ekki er kunnur fyrir félagsleg eða jafnréttissinnuð viðhorf, en auðvaldið og grunnhyggnir kjósendur hafa í sameiningu dubbað upp í ráðherraembætti, og kennir sveitarfélögum um húsnæðisskort ungs fólks á sama tíma og húsnæðismál hafa verið gerð að auðvirðilegu hóruhúsi á markaðstorgi auðvaldsins.

Hvernig er það með almenning, er honum fyrirmunað að skilja að það eru bein tengsl milli gróðahyggju og græðgi kapítalismans og félagslegs ójöfnuðar?   


mbl.is Ábyrgð sveitarfélaga mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband