Leita í fréttum mbl.is

Perrasótt Hins þjóðrækna góðgerðarfélags viðskiptastéttarinnar

kol30Á meðan Guðni og ónýti aðallinn skakklöppuðust á ,,Herranótt" menntaskólabarna, fjölmenntu frú Ingveldur, Kolbeinn, Handreðurinn, Máría Borgargagn, Brynjar Vondalykt og Apakötturinn, ásamt mörgum fleiri af slekti alvöru háaðalsins á ,,Perrasótt" Hins þjóðrækna góðgerðarfélags viðskiptastéttarinnar. Fyrir þá sem ekki vita hvað ,,Perrasótt" Hins þjóðrækna góðgerðarfélgs viðskiptastéttarinnar er, þá skal upplýst að það er samkoma til styrktar góðu málefni þar sem gestir dansa berrassaðir kringum jólatré hálfum mánuði fyrir jafndægri að vori. Þetta er álíka siðleg mannamót og ,,engladansinn" sem iðkaður var einu sinni á ári í Hjálpræðishernum meðan hann var og hét.

Þegar Perrasóttin fer fram drekka góðgerðarsamir yfirstéttarborgarar mikið áfengi og pissa því jafnhraðan í stóra tunnu sem staðsett er í einu horni salarins sem Perrasóttin fer fram. Þegar samkomunni er lokið er mælt hve margir tunnusentímetrar hafa safnast í tunnuna og eru góðgerðarframlög gestanna metin. Þetta þykir yfirstéttinni góð skemmtun enda í góðu samræmi við stéttareðli og menningarástand arðránsstéttarinnar.

Sá böggull fylgir þó skammrifi að þátttaka í Perrasótt Hins þjórækna góðgerðarfélags viðskiptastéttarinna er ekki með öllu áhættulaus. Það hefir nefnilega komið fyrir oftar en einusinni að einhver hafi tapað fótavistinni meðan hann var að pissa og fallið ofan í tunnuna. Það haf meira að segja sjö persónur drukknað í tunnunni í áranna rás út frá góðgerðaheyg sinni við bágstadda. Síðast lét lífið á Perrasótt Sigurður nokkur Sveinharðsson fjárfestir; það gerðist fyrir fimm árum. Hans var minnst í minningargreinum fyrir óeigingjarnt starf í þágu Hins þjóðrækna góðgerðafélags viðskiptastéttarinnar; en götuskríllinn hló að andláti Sigurðar og minntist hans helst fyrir hatursfull viðhorf í garð kröfugerða og vekfalla samtaka verkafólks.


mbl.is Guðni Th. á frumsýningu Herranætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband