Leita í fréttum mbl.is

Hin absólúta snilldarhugmynd

kolb2.jpgHvar væri Björt ráðherra þeirrar björtu hans Proppa og Gnarrsins ef ekki væri Ólafur Örn, gamalkunnur af húskarlsembætti í Framsóknarfjósinu, með sínar geníalítu snilldarhugmyndir. Ólafur Örn hefir nú komist að því að gott væri að snorklarar og froskmenn í Silfru hafi lært undirstöðuatriðin í sundi áður en þeir leggja á djúpið; það séu nefnilega minni líkur á að hægt sé að drekkja fólki sem kann að synda. Þá datt Ólafi Erni í hug að heimta læknisvottorð af tilvonandi snorklurum til að hægt væri að ganga úr skugga um að þeir væru ekki heilsulausir aumingjar eða geggjaðir. Ljóst má vera að Ólafur Örn hefir brugðist hart við og reynt að hugsa.

Í Framsóknarfjósinu á sínum tíma bínefndi gamla Maddaman Ólaf Örn, kallaði hann Láfa Görn eða Ólífer Törn, allt eftið því hvurnig handabakavinnubrögð hans höfðu verið þann daginn. Svo svipti Maddaman Ólaf Örn húskarlstigninni og rak hann á vergang. En Ólafur Örn komst aldrei lengra en á Þingvöll og hefir vafrað þar kringum drukkna ferðamenn og drekkingarhylji og fengið dálítið kaup fyrir við hvur mánaðarmót. Það þykir ýmsum full mikil ofrausn; vafr um Þingvöll sé ekki krónu virði. Og þegar viðbætist alúð kaupahéðna við að féfletta undarlegt fólk, hafa af því stórfé, fyrir það eitt að fá að stökkva í opinn dauðann í Silfru án þess að þjóðgarðsvörður aðhafist nokkurn skapaðann hlut, finns flestum, ef ekki öllum, að mánaðargreiðslur til hans séu fullkomlega fáránlegar og dæmi um bruðl og svínastíuhugsunarhátt.

Það þykir því sterk rök hníga til þess, að framsóknarmönnum og fylgismönnum núsitjandi ríkisstjórnar verði um alla framtíð meinaður aðgangur að Þingvöllum, en þeim þess í stað beint inn í Rugludal ef þeim langar til að viðra á sér rassgatið. 


mbl.is Gerð krafa um að fólk sé synt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jóhann! er þetta ekki einkennilegt með þessa köfun í Silfru þar sem við Íslendingar höfum ekki haft leifi til að fara með punnan í pollinn, hvðþá að kafa. Þessir aðilar(greinilega útlendingar) geta draslað þangað fólki og drekt á pollinn án þess að vera búraðir inn að læra nokkrar heldtu öryggisreglur í laugum og sundstöðum. Verst er þó þetta með bann á okkur en ekki hina. Og hver fær "millipeningana?

Eyjólfur Jónsson, 11.3.2017 kl. 19:43

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta er allt hið kynlegasta mál. En það skiptir auðvitað mestu máli að einhver græði péninga á því.

Jóhannes Ragnarsson, 11.3.2017 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband