Leita í fréttum mbl.is

Skjaldan eins rammflæktar um hælana og nú

konaVið göngum inn í stóra vel búna stofu þar sem öllu er haganlega fyrir komið af einstakri smekkvísi. Í konunglegum stól, klæddum hyminbláu leðri af ljónsskrokki, situr óvenjuleg kona sem fangar strax athygli þeirra er inn koma. Hún er klædd fornkonukufli síðum, hyminbláum, með gullbryddingum, sem fer sérstakalega vel við ljónsskinnið á stólnum sem hún situr í. Það fer ekki milli mála að kona sú er fangar huga komumanna hefir stórkostlega útgeislun sem lætur aungvann ósnortinn og yfir svip hennar hvílir þessi eitilharði festusvipur, þó fullur ógnvænlegrar rósemi sem gefur til kynna að farsælast sé að haga sér skikkanlega í nærveru svo mikilúðlegrar kvennpersónu. Okkur dylst ekki að hin hnarreista fyrirkona er hin landsfræga margrómaða frú Ingveldur sjálf, holdgerfingur glæsileikans, víkingslundarinnar, festunnar.

Þó furðar okkur nokkuð af lyktinni sem liggur eins og farg yfir stofunni og fer í bága við íburðinn og valkvendið mikla í hyminbláa leðurhægindinu. Brátt upplýsir frú Ingveldur okkur að þefurinn hinn ógurlegi stafi að hluta til af nöturlegu framferði Máríu Borgargagns, sem síðastliðna nótt meig í fjórgang bak við stofusófann og gengu skvetturnar upp á heitan ofninn sem er á bak við umræddann sófa. Síðan þornaði borgargagnsþvagið og upp gaus fnykur sem vart er geransanum, Máríu Borgargagni, til sóma. Einnig er andrúmsloftið, sagði frú Ingveldur, mettað stegg af honum Brynjari hérna Vondulykt og hann er nú eins og hann er. Samt er Brynjar Vondalykt góður og gegn þjóðfélagsþegn sem andæft hefir alskonar vitleysu og rugli af eftirtektarverðum krafti.

Það er engum vafa undirorpið að sá heillandi andblær sem mætir ókunnugum á heimili frú Ingveldar og Kolbeins manns hennar er þrungin pervertasjónum, fyrirmyndarfrelsi og óvægnum átökum. Á þessu merka heimili hafa örlög íslensku þjóðarinnar verið ráðin hvað eftir annað á síðustu árum, enda hefir hún í þann tíma verið með buxurnar rammflæktar um hælana og skjaldan sem nú.


mbl.is Matarfélag Svavars og Þóru gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband