Leita í fréttum mbl.is

Ég var barinn, mér var hrint

exd-ghrein-tverks_926085711.gifSvo var það henn Gjeir okkar hérna Ho - Ho - Hooordý. Aumingja kallinn. Og búið að leiða hann fyrir Landsdóm. Og fundinn sekur um eitthvað sem líkist einna helst vingulshætti. Nú rekur hann mál fyrir hinum og þessum alþjóðlegum mannréttindadómstólum til að fá því hnekkt að hann sé hirðulaus vingull. Það er víst ekki svo lítið sem þeir mannréttindadómstólunum eru búnir að hlægja að þess málarekstri. En mest hlógu þeir þegar Hooordý hótaði að fara með ærumeiðingar Landsdóms fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag.

Allt er þetta sorgarsaga. Og eins og hann Hooordý okkar var búinn að leggja á sig fyrir einkavæddu bankana. Hann flaug trekk í trekk vítt og vítt um veröld alla, stundum með fornkonu Samfylkingarinnar með sér, til að kunngera heimsbyggðinni að það væri skohh meir en í lagi með efnahagsmálin á Íslandi og bankakerfið okkar það langbesta og ríkasta í öllum heiminum. Nú veit hann ekki neitt um S-hópinn, Kaupþing, Framsóknarflokkinn og Fokk & Afhausun í Þýskalandi og segir bara blátt áfaram: Ég var plataður, ég var blekktur. Þessi viðbrögð okkar ástsæla Hooordýs eru svo þrungin sorg að minnir á Jósep gamla vinnumann á Fæti undir Fótarfæti þegar hann sagði, eftir að bræðurnir Jónas og Júst höfðu misþyrmt honum: Ég var barinn, mér var hrint.

Nei það er ekkert gamanmál að láta ófyrirleitnustu húskarla gömlu Framsóknarmaddömunnar leika svo herfilega á sig að maður hafnar fyrir Landsdómi. Og svo stukku þessir paurar úr landi með alla péééningana og týndu þeimm inn í skattaskjól í skattaparadísum. Og nú síðast fréttist af dáranum Degi BGL. Eggertssyni í einverju laumupukri um lóðabrask við Ólaf bónda og útvegsmann að Miðhrauni I! Þeir ætla ekki að gera það endasleppt hjá Samfylkingunni að þjónusta Hrunamenn.En Gjeir okkar hérna Hooordý mun blíva enda verðlaunaður fyrir frábær störf sín í þágu lands og þjóðar með sendiherraembætti í Washington, en þaðan er stutt í Pentagon og í Hvíta húsið til Trumps.


mbl.is Gátu ekki varist blekkingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband