Leita í fréttum mbl.is

Varhugavert er, jafnt börnum sem fullorðnum, að þiggja far hjá ókunnugum

perv.jpgEitt má frú Ingveldur eiga, þó ekki sé hún vel góð á alla hluti, en það er það, að hún bannaði Kolbeini eiginmanni sínum snemma að taka börn og unglinga upp í bíl hjá sér því hún sá af skarpskyggni sinni að hann vís til alls. Ekki er heldur vitað til að Kolbeinn hafi brotið þetta bann, og ef svo væri þá hefir það ekki komist upp. Hinsvegar var Kolbeinn gripinn við að gjægjast á glugga hjá vandalausu fólki að kvöldlagi. Það var lögreglan sem stóð hann að verki við þessa líka þokkaiðju og fór með hann heim, en þar afhentu lögregluþjónarnir frú Ingveldi hann og sögðu henni í stuttu máli hvað eiginmaður hennar hefði verið að bardúsa þá um kvöldið. Enginn veit svo sem hvað gerðist eftir að lögregluþjónarnir fóru, en daginn eftir mætti Kolbeinn til vinnu sinnar á skrifstofunni með sólgleraugu og mjög bólginn í framan og auk þess draghaltur. Hann gaf þá skýringu að hann hefði hrasað um heimilisköttinn og stungist á höfuðið niður í kjallara heima hjá sér.

Þó að svo óbjörgulega hafa farið hjá Kolbeini þetta eina kvöld var þó hvergi nærri hættur að leggjast á glugga hjá ókunnugum. Einhverju sinni varð konu einni, sem var nýstigin út úr sturtu, það til happs að líta upp í baðherbergisgluggann og sá þá trýnið á Kolbeini blasa við sér, þrútið af spenningi. Konan tók til handargagns það er hendi var næst, það var rakspíraflaska, og þeytti henni af alefli í rúðuna sem splundraðist og andlit Kolbeins hvar samstundis eins og þegar slökkt er á sjónvarpi. Hann var allur tættur í framan eftir þessa einkar fólskulegu árás og sagði frú Ingveldi að götustrákar hefðu kastað glerbrotum í sig.

En út yfir flestan þjófabálk tók þó þegar Kolbeinn hugðist skríða inn um gluggaboru á jarðhæð í ókunnugu húsi í Sogamýrinni. Hann hafði séð léttklæddri konu bregða fyrir grammi á gangi í íbúðinni. Þegar hann hafði gengið úr skugga um að konan var ein heima ákvað hann að smeygja sér inn um gluggann til að heilsa upp á frúna. Því miður tókst svo illa til þegar kom að framkvæmdinni að Kolbeinn var ekki kominn nema hálfur inn um andskotans gluggaboruna en hann sat pikkfastur, komst hvorki aftur á bak né áfram. Þetta nýtti kvenndjöfullinn í íbúðinni sér til hins ítrasta, því hún bægslaðist út með barefli og hálfmyrti þann helming af gestinu sem út stóð úr glugganum án þess hann kæmi nokkrum vörnum við. Það var hræðileg saga.


mbl.is Guðni Th. skutlaði strákunum heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband