Leita í fréttum mbl.is

,,Það vildi ég að ég mætti segja yður að halda kjafti"

illMikið óskaplega er þreytandi að verða hvað eftir annað vitni að yfirþyrmandi hræsni og leikaraskap Svandísar Svavardóttur. Þessi sérstæða efrimillistéttarkvinna klöngrast hvað eftir annað í ræðustól Alþingis eins og hvítskúraður og háheilagur englabossi í þeim eina tilgangi, að því er virðist, að vekja athygli á sjálfri sér. Nú lætur hún í það skína, að henni sé einkavæðingarböðulskapur núverandi auðvaldsríkisstjórnar eitthvað á móti skapi og sýpur hveljur af vandlætingu.

Nú er það svo, að Svandís þessi tróð sér inn í VG ásamt stórfjölskyldu sinni eftir að útséð var að Samfylkingin tæki við því fólki. Hinsvegar gerðist Svandís ráðherra í ríkisstjórn krata og krata og gerði nákvæmlega ekkert til að sporna við einkavæðingarstefnu ríkisstjórnanna þar á undan; það gerðu heldur ekki fjölskyldudjásnin hennar, Steingrímur, Álfheiður og Katrín, - ekki heldur Ögmundur og hafði sá náungi þó sett á margar og langar ræður gegn nýfrjálshyggju og einkavæðingum áður en hann varð ráðherra. 

Ónei, undanvillingastjórn Steingrím, Álfheiðar og Svandísar hróflaði ekki við einu eða neinu. Grunnskólinn í Tálknafirði var var einkavæddur í þeirra ríkisstjórnartíð, þau spornuðu á móti hugmyndum um að vinda ofan af einkavæðingu fiskveiðiauðlindarinnar, og ekki kom þeim til hugar að taka til í embættismannaklíkunni. Þeim hefði til dæmis verið í lófa lagið að taka í hnakkadrambið á frjálshyggjufuglinum í forstjórastól Sjúkratrygginga og henda honum út á götu á frjálshyggjuskottinu. En, nei  nei, þetta hörmungarlið var svo upptekið við ,,að moka flórinn" eins og þau kölluðu það, að enginn tími var til að gera alsherjar hundahreinsun í kerfinu, reyndar ekki einusinni smá-hundahreinsun. Á hinn bóginn gátu þessir snillingar sótt um aðild að ESB daginn eftir kosningar, þvert ofan í stefnu og loforð VG, og dregið Gjeir kallhlunkinn Haaardý fyrir Landsdóm en sleppt hinum afglöpunum við þær kræsingar. 

Einhverju sinni sagði reyndur héraðslæknir við málgefna konu, sem kom á stofu hjá honum og lét gamminn geysa: - Það vildi ég að ég mætti segja yður að halda kjafti frú mín góð." 


mbl.is Spurði út í lögmæti Klíníkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband