Leita í fréttum mbl.is

Nú er fram komið það er hinir tónvísustu spáðu

grenjNú, það fór eins og við var að búast með þetta Peiper hennar Swölu okkar. Frómir menn, fróðir og dómgreindarfullir höfðu spáð þessari niðurstöðu frá upphafi, en aunginn hlustaði á þá og því fór sem fór. Ennfremur hefir það legið meðfram í loftinu frá því Peiperið leit dagsins ljós, að skoðun okkar tónvísustu væri einróma á þá leið að lagið atarna (ef lag skyldi kalla) væri það alversta sem Íslendingar hefðu vogað sér að senda til keppni í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Einn þeirra tónvísu lýsti því meira að segja yfir í vitna viðurvist, að hann fengi alltaf á tilfinninguna að hann væri með hlandstein í hálsinum þegar hann hlustaði á þessa dæmalausu lagleysu.

Eflaust þurfa margir á áfallahjálp að halda eftir brotlendingu Swölu og í mörgu að snúast í kvöæd hjá prestum og öðrum sáluhjálparmönnum. Í prestakalli síra Baldvins eru sóknarbörnin örvingluð og leita nú huggunar hjá sóknarpresti sínum. En því miður er síra Baldvin ekki beinlínis örlátur á sálusorgunun út af einhverjum úrkynjaðum fíflagangi austur í Kænugarði. Því hefir hann vísað sóknarbörnum sínum með harðri hendi frá húsum sínum, meðal annars með þeim orðum, að ef hann ætti hunda mundi hann siga þeim á þau. Nú íhugar síra Baldvin alvarlega að fá sér hunda. Nú þegar eru sóknarbörn síra Baldvins farin að setja sig símleiðis í samband við byskubbinn yfir Íslandi til að klaga prestinn sinn.

Stjórnvöld eru líka uggandi út af hrakförum Íslands í söngvakeppninni því að þau telja að hið árvissa Evróvísjón sé ekki lengur nógu gott ópíum fyrir fólkið og það gæti farið að efna til samblásturs gegn ríkisstjórninni frá áramótum fram á vor í stað þess að sitja yfir bjórnum sínum og lifa sig inn í möguleika Íslands á vettvangi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Og þó að allt sé sorglegt í kvöld og tímarnir viðsjáverðir, þá vonar efrimillistéttin, yfirstéttin og hluti miðstéttarinnar, að stjórnvöld séu ekki svo vitlaus, þó þau séu vitlausari en allt sem vitlaust er, að þau svipti hana Swölu okkar ekki íslenskum ríkisborgararétti og banni henni að koma til Íslands meir.  


mbl.is Ísland komst ekki áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að Ísland lendi neðar en Ástralía, í Evrópukeppni, hlýtur að rugla  alla, frá Handreðnum til Kolbeins og reyndar um Snæfellsnesið allt.

Halldór Egill Guðnason, 9.5.2017 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband