Leita í fréttum mbl.is

Slógust á Alþingi eins og drukknir prestar í kirkju

sera.jpgÞað er þriflegt afspurnar að Steingrímur og Bjarni Ben hafi farið í hár saman út af brennivíni og það í sjálfum þingsal Alþingis. Þetta minnir á þegar drukknir prestar slógust fyrir framan altarið í Gerðahólskirkju fyrir framan söfnuðinn: þeirra ágreiningsefni var líka hvor þeirra ætti brennivínið. Í tilfelli þeirra Steingríms og Bjarna, þá virðist sem Steingrímur vilji sprúttsöluna eins og hún er, en Bjarni vill að sjálfsögðu reisa áfengis- og tóbaksverslun Engeyinga. Að sjálfsögðu eru sona rifrildi nauðsynleg og mannbætandi og undir þeim verða meira að segja rugluðustu apakettir æstir og vilja fara að rífa sig úr fötunum.

Þegar út spurðist á sínum tíma, að góðglaðir klerkar hefðu farið ómjúkum hönum hvor um annan við helgihald í musterinu, lagði síra Baldvin land undir fót og heimsókti guðsmennina, sem átt höfðu í hlut. Eftir þær heimsóknir lögðu téðir sálusorgarar af að skemmta sóknarbörnum sínum með handalögmálum, en síra Baldvin hélt til síns heima þungur á brún. Svo öllu sé til haga haldið, þá sáust blessaðir ölkæru kennimennirnir ekki á almannafæri í meir en mánuð á eftir að síra Baldvin hafi bankað upp á hjá þeim.

Því miður eiga Íslendingar aungan mann sem bær er til að taka gjörspillta pörupilta á Alþingi sér til handargagns og slá þeim saman á skottunum eins og melrökkum, hvað þá að einhver málsmetandi maður hafi döngun í sér að grípa sona kauða og færa þá út í Reykjavíkurtjörn til kælingar. Það má vel vera að Steingrímur og Bjarni hafi einhverjar háleitar hugmyndir um leikræna hæfileika sína og þyki tilvalið að setja upp hvurn sjónleikinn af öðrum til að slæva dómgreind almennings og leiða hann í einum pólitískum þokumekki um öngstræti kapítalismans; ég fyrir mitt leyti gef skít í soleiðis tilfæringar og óska þess að Steingrímur og Bjarni týnist fyrir fullt og allt í ræðubrögðum sínum og glamri.   


mbl.is Forsætisráðherra órólegur og roðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband