Leita í fréttum mbl.is

En þjóðin hefir aungva þörf fyrir tortólista

xb2_1254087.jpgÞó svo að Sigmundur þarfnist þóðfélagslegra valda hefir þjóðin sjálf aungva þörf fyrir hann og enn síður að hann hafi völd. Þessi karl varð fyrir ekki svo margt löngu frægur af endemum, sem voru það ærin, að meira að segja framsóknarmenn sáu sér ekki fært lengur að hafa hann sem forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins og ráku hann af höndum sér úr þessum embættum með skít og skömm. Þó að einhverjum þyki framsóknarmenn slæmir, lævísir og gráðugir, þá eru þeir samt ekki svo heillum horfnir að þeir geti lagt blessun sína yfir fálkalegan tortólista á formannsstóli hjá sér.

Það má so sem vel vera að Eiríki Bergmann finnist að það sé klókur lókur hjá bilaðasta hluta Framsóknar að stofna til samfarafélags, sem að þeir kynna með ískrandi stunum og hvalabæstri. En staðreyndin er samt sú, að Sigmundi gengur það eitt til með samfarafélaginu sínu að blekkja auðtrúa sálir til fylgilags við auðvirðilegan þjóðernispoppúlisma, sem í gamla daga gekk undir öðru heiti sem best er að nefna ekki á nafn. 

Best væri að Sigmundur héldi þessum félagsskap sínum innan mannheldrar girðingar að lénssetri sínu, Hrafnabjörgum, austur á landi. Þjóðernispoppúlismi, öðru nafni lýðskrum, er leið óþroskaðra einstaklinga, oft heilmikið bilaðra, til að vekja athygli á sjálfum sér og vinna grunnhyggna fáráðlinga á sitt band í von um að það fleyti þeim til samfélagslegra valda. Þeir sem að svona hundakúnstum standa eru undantekningarlaust óvandaðar manneskjur sem í siðblindu sinni vaða áfram eins og mannýg naut, án nokkurrar samkenndar við annað fólk. Þetta verða fjölmiðlamenn að hafa í huga þegar þeir af einskærri fíflsku og af gömlum vana lyfta þessum eða hinum lukkuriddaranum á stall.


mbl.is Snúist um þörf Sigmundar fyrir völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband