Leita í fréttum mbl.is

Eitursveppir í ranni betri borgara eru alvarlegt mál

kol34.jpgŢađ er sjálfsagt taliđ merki um sérstaka kurteisi í Finnlandi ađ byrla ţjóđhöfđingjum annarra landa baneitrađa sveppi. Og kanski, ţegar öllu er á botninn hvorft, er sona eiturjukk full gott í kjaftinn á kóngum og forsetum. Ţetta fékk kóngurinn, fađir Hamlets danaprins, ađ kynnast ţví á eigin skinni ađ éta eitur í ógáti og úr varđ mikiđ drama, ţví kóngskratti ţessi var ekki fyrr dauđur úr eitrinu en hann gekk aftur og tilkynnti Hamleti hver hefđi byrlađ sér eitriđ. Svo var ţađ annar danakóngur sem fannst dauđur á hóruhúsi í ţýskalandi; annađ hvort andađist sá sćli herra af reiđarslagi eđa eiturinntöku af einhverju tagi.

Í einu af ţeim frćgu helgarsamkvćmum frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonar vóru berserkjasveppir hafđir um hön og étnir. Berserkjasveppirnir voru bornir fram hráir međ kókaínrönd og hvítvíni og innan skamms lék heimili ţeirra sćmdarhjóna, frú Ingveldar og Kolbeins, á reiđiskjálfi ađ heimiliđ mundi sökkva í jörđ niđur eins og kirkjan í Hruna, sćllar minningar. Berserkjasveppirninr stigu ţeim hjónum og gestum ţeirra svo ákaflega til höfuđs, ađ allt tal um heimilisófriđ hljómar eins og meiningarlaus vćrđarhégómi viđ hliđina á ţví styrjaldarástandi. Gesturinn Vigga Sleggja beit til dćmis tunguna hér um bil af sér uppi viđ rót fljótelga eftir ađ berserksvíman náđi tökum á henni. Á eftir sögđu lćknarnir ađ skađi Viggu hefđi stafađ af eituráhrifum sem komu fram sem heilakrampi í ţeirri stöđ heilans sem hafa međ kynhvötina og kynfćrin ađ gera.

Vissulega urđu miklar blóđsúthellingar ţetta kvöld ađ heimili frú Ingveldar og Kolbeins og margir misstu međvitund sem máttu sćta ţví óláni ađ verđa fyrir hnefum frú Ingveldar. Taliđ er víst ađ aungvir minni menn en sjálfur Viga-Styrr og berserkir hans tveir, sćnskir ađ uppruna, hafi drukkiđ hvítvíniđ og étiđ berserkjasveppina í gegnum frú Ingveldi međ ţeim afleiđingum ađ hún varđ jafn hamrömm, djöfulóđ og tvíelleft af tryllingi og raun bar vitni. Um morgunin var hiđ fagra heimili ţeirra frú Ingveldar og Kolbeins ein rjúkandi rúst; innveggir fallnir, innanstokksmunir í méli, ţakplöturnar lágu í blómabeđinu og innan um rústirnar lágu menn og konur í öngviti, enginn ţó alveg dauđur en margir alvarlega heilsulausir. Sjálf hverf frú Ingveldur af orustuvellinum undir morgun og vissi aunginn hvađ af henni varđ; ţakkađi lögreglan og björgunarsveitarmennirnir Guđi fyrir ađ hún var horfin af vettvangi ţegar ţeir mćttu til leiks. Međ ţessu er ég ekki ađ segja ađ forseti Ísland og frú hans hafi orđiđ bandvitlaus af sveppaeitrinu sem finnlandsforseti gaf ţeim, ađ minnsta kosti höfum vér ekki enn fregnađ frá Finnlandi ađ ţannig hafi til tekist.


mbl.is Forsetahjónin fengu „eitursveppi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband