Leita í fréttum mbl.is

Ódæðisverk Elenóru var líka í meðallagi

gubbÞá er þar til máls að taka, Elenóra húsfreyja að Garðhömrum var loksins búin að fá yfir sig nóg af manni sínum, Sigurði Sigurðar Sigurðssyni, og ákvað að frelsa mannkynið í eitt skipti fyrir öll frá nærveru hans með einum góðum skammti. Henni þókti kallskepnan vera yfirmáta leiðinlegt kvikindi; það væri vond af honum lyktin; hann væri orðinn getulaus og gerði núorðið ekki neitt í rúminu, fyrir utan að sofa, en að hrjóta og reka við með geigvænlegri ofstopafýlu; hann væri grobbinn og ógeðslegur á almannafæri og væri sífellt að gera sér til skammar með því að káfa á öðru kvennfólki, þrátt fyrir algert náttúruleysi sitt. Það var því ekki annað í stöðunni en að farga ófétinu á sakleysislegan hátt.

Í kveldverð skammtaði Elenóra húsfreyja sjálfri sér og sínu fólk grjónagraut á disk. Hún laumaði eiturduftinu í ausuna og jós síðan á disk bónda síns. Því miður varð eitrið eftir í ausunni þegar hún skammtaði á disk bónda síns. Næst mokaði hún dágóðri slummu grauts á sinn eigin disk og þá fylgdi allt eitrið með, en Elenóra tók því miður ekki eftir því. Þar næst sletti hún á diska annarra heimilismanna. Svo átu allir grautinn sinn með skyldugum dæsingum og hvalablæstri.

Eftir máltíðina stóð Elenóra húsfreyja upp og skenkti kaffið. Hún fylgdist nákvæmlega með bónda sínum og bjóst þá og þegar að hann hrykki upp af, allri mennskri kind til gleði og ánægju. En Sigurður karlinn var ekkert á því að deyja; hann sötraði kaffið, rjóður í kinnum, og tróð ósköpunum öllum og neftóbaki í nasirnar á sér. En upp úr eins manns hljóði fór Elenóra skyndilega að hökta á elhúsgólfinu svo hún var að setjast niður. Fljótlega varð hún blá framan í og fór að umla og það kom froða í munnvikin. Hún ránhvolfdi augunum hræðilega og hatrið og mannvonskan varð svo hroðalegt í þeim að heimilisfólkinu varð ekki um sel. Svo valt hún út af stólnum eins og kartöflupoki og á sama augabragði gaus upp þvílíkur djöfullegur ýldupestarfnykur að nærstöddum var nóg boðið og lögðu á flótta. Í góðar fimm klukkustundir engdist Elenóra um á elhúsgólfinu með sparki og handapati og blótaði svo ægilega að Sigurður bóndi opnaði augun og sagði henni að halda kjafti. Eftir þessar fimm klukkustundir fóru að linast krampaflogin Elenóru og hún sofnaði sælum blundi í líkamsvessum sínum á gólfinu. Þá loksins hugkvæmdist einhverjum að senda eftir lækni því að þá héldu allir að hún væri dauð.



mbl.is Hættustig á Íslandi „í meðallagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband