Leita í fréttum mbl.is

Tveggja flokka einræði í gömlu, úrkynjuðu nýlenduveldi

ko34Á Bretlandi ríkir svo gott sem tveggja flokka einræði, og fer einlægt annar þeirra með öll völd á meðan hinn leikur stjórnarandstöðu. Lýðræðið í þessu gamla heimsveldi er býsna fullkomin afskræming á lýðræði; iðulega er sá flokkurinn sem fer með öll völd með heilmikinn minnihluta atkvæða á bak við sig, kanski sona 35- 40%. Aðrir flokkar en þessir tveir einræðisflokkar sem eru að rembast við að bjóða fram fá í besta falli mjög fáa þingmenn kjörna og í engu samræmi við atkvæðafjölda. Svo segja þessir delar sem heyra elítunni til, að Stóra-Bretland sé ógurlegt lýðræðisríki, þegar sannleikurinn er sá að Bretland er andskotakornið verla meira lýðræðisríki en Bandaríkin þar sem tveggjaflokka einræði ríkir.

Stundum fer flokkur sem kennir sig við verkamenn með öll völd á Bretlandi og kveðst vera sósíaldémókratískur, eða eitthvað soleiðis. Lengi vel var þessi flokkur ,,verkamanna" hægfara hægriflokkur, en á tíunda áratug síðustu aldar gerðist hann feykna hægrisinnaður frjálshyggjuflokkur og árásargjarn í garð annarra þjóða, nema auðvitað Bandaríkjanna og helstu gömlu nýlenduveldanna í Evrópu. Reyndar hefur Verkamannaflokkurinn vent kvæði sínu í kross því að yfir honum er núna formaður sem sagður er róttækur vinstrimaður, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti.

Hinn flokkurinn á Bretlandi, Íhaldsflokkurinn, er því sem næst hreinræktaður bófaflokkur, sem sver sig að því leyti dálítið í ætt við systurflokk sinn á Íslandi. Fyrir Íaldsflokknum atarna fara yfirleitt skítakarakterar, uppbólgnir af hroka, frekju og mannfyrirlitningu, sem er vel í takt við það er tíðkast hjá íslenska systurflokknum. Þessir andskotar lifa enn á því að forverar þeirra kúguðu aðrar þjóðir, arðrændu og lítilsvirtu. Þessi lönd kölluðu svínin nýlendur, sem hljómar dálítið líkt og nýrækt og nýbýli. Eins og aðrir stjórnmálaflokkar af svipuðu tagi, hangir Íhaldsflokkurinn saman á lýginni, grobbbelgingnum og sífelldu arðráni, sem erfitt er að trúa að venjulegt alþýðufólk bindi trúss sitt við og kjósi eins og það eigi lífið að leysa. Á heiðarlegu mannamáli heitir sona frammistaða heimska eða reginheimska. En svona er nú bara lífið í hinu gamla, úrkynjaða nýlenduveldi, Stóra-Bretlandi og fátt sem bendir til að vitsmunir Breta og greind fari hækkandi, þvert á móti.


mbl.is Hver sigrar í bresku kosningunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband