Leita í fréttum mbl.is

Hinn blauti draumur að rætast

launmorðÞað er greinilega þokkalega sérkennilegur selskapur þetta þjóðaröryggisráð og þar eru menn herskáir og vilja fara í stríð eins og Jósef Sveijk forðum. Því miður kom upp úr dúrnum í dag, eða var það í gær?, að Óttar Proppi og Benzi Viðreisnar fengu ekki aðgang að þjóðaröryggisráðinu, var sennilega ekki treyst; líklega telja litla fröken Andersen og Bjarni Ben að þeir kunni að sitja á svikráðum, hafa grun um að þeir blóti Múhámeð spámann á laun og tilbiðji skúrgoð af Osama heitnum í aflæstum herbergju heima hjá sér. Það verður að fara að öllu með gát og sumir eru grunsamlegri en aðrir. Trúlega eru nú þegar að störfum sérlegir menn sem hafa fyrir stafni á ríkisins kostnað, að þefa uppi og segja til svikara og nú eru tímarnir efiðir og aunginn tryggir eftirá. Það er nú það og jájá.

Og nú eru þeir farnir að hafa byssumenn, gráa fyrir járnum, á fjölmennum samkomum. Einkum og sér í lagi kvað þjóðaröryggisráði umhugað vernda og verja kristna söfnuði við kirkjulega atburði. Í gær messaði síra Baldvin í höfuðmusteri sínu að viðstöddum öllum helstu refaskyttum héraðsins. Tveir stóðu sitthvoru megin við altarið, annar með haglabyssu en annar með hreindýrariffil með kíki, sem hann notaði til að skoða messugesti í. Í miðkirkjunni, andyri og utan kirkjudyra vöppuðu velvopnaðir refabanar þess albúnir að skjóta niður grunsamlega menn og konur. Lofaði síra Baldvin þjóðhollustu refaskyttanna, hæfni þeirra og harðfengi með þeim orðum, að skjaldan hefðu melrakkar sloppið lifandi frá þeim og það mundu ekki heldur helvítis múhámeðstrúarmennirnir gjöra ef þeir sýndu á sér trýnin hér í sveit.

Og mikið lifandis ósköp er nú skemmtilegt og mikil upphefð fyrir hana Katrínu hérna Jakobsdóttur af ætt Thoroddsena að fá að njóta samvista með þeim allraheilögustu í þjóðaröryggisráðinu. Sannast á henni svo eftir er tekið, orð skáldsins þegar það orkti: ,,þá bjargast hin íslenska alþýðupíka því amríski herinn mun vernda hana líka. - Ó hó aldrei að víkja." Mest er þó um vert, að brátt verður hinn blaut draumur þeirra í Sjálfstæðisflokknum, íslenskur her, brátt að veruleika. Það verður glæsilegur her sem mun kappkosta að skjóta allskyns flakkaralýð, hælisleitendur, flóttamenn, múhámeðstrúarmenn og misgripum senda þeir einni og einni óæskilegri leiðindaskjóðu af íslenskum uppruna hreindýrakúlu í hankkann eða afturendann. Dýrð sé frelsinu og réttlætinu og síðast en ekki síst Sjálfstæðisflokknum um aldir alda, eins og síra Baldvin segir gjarnan nokkrum sinnum við hvurja prestlega athöfn sem hann sér um.


mbl.is „Þurfum alltaf að vera á verði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband