Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmdastjórinn og litli hippasósíalistinn frá Nasaret

ing1Mikið er hjartnæmt að lesa um höfðingslund framkvæmdastjórans, sem færði vesling litla drengnum en New Telephone af því að drengurinn hafði týnt símanum sínum. Þessi undursamlega frásögn minnir eiginlega á fátt annað en söguna um litlu stúlkuna með eldspýturnar. Nema hvað litla stúlkan með eldspýturnar fraus í hel á tröppunum meðan litli drengurinn með símann skellti sér umsvifalaust á netið í den New Telephone til að skoða gengi gjaldmiðla og hlutabréfa. Og góði framkvæmdastjórinn varð svo uppnuminn af góðmennsku sinni og örlæti, að hann kallaði til blaðamann og ljósmyndara til að auglýsa gæsku sína með viðtali og ljósmynd. 

Í framhaldi af þessu góðverki er ekki nema rétt að minnast á hvað litli hippinn og sósíalistaforinginn frá Nasaret sagði um gjafir: ,,Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum. Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín." Matt 5.6.1-2.

En þetta er allt í lagi. Rausnarlegir og gógjörðasamir framkvæmdastjórar eru hvorki hippar né sósíalistar og jafnvel enn síður kristnir eða eitthvað þvíumlíkt. Þeir geta því með góðri samvisku látið heilar lúðrasveitir blása fyrir sér og örlæti sínu á meðan þeir sópa gaddfreðnu telpunni með eldspýurnar upp á fægiskúffuna og henda henni í öskutunnuna.   


mbl.is Fékk nýjan síma í sárabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband