Leita í fréttum mbl.is

Sćringamađurinn Óli vekur upp illvígan draug

drau2.jpgŢađ er aungvu líkar en ađ Óli hafi klipiđ stjórn Neytendasamtakanna svo illa í rassgatiđ ađ hún hafi vaknađ af Ţyrnirósarsvefninum. Satt best ađ segja héldu flestir ađ ţessi stjórn hefđi fyrir all-löngu sofnađ svefninum langa, vćri steindauđ og grafin. Ţess utan hefir stjórn Neytendasamtakanna, međan hún var á lífi, veriđ nokkurskonar svefnskáli samfylkingarlegáta, sona dulítiđ gistiskýli eins og gamla Farsóttarhúsiđ var. En nú virđist sem Óla Arnarsyni hafi međ lćrdómi sínum tekist ađ vekja hina framliđnu stjórn upp frá gröf og dauđa međ ţeim afleiđingum ađ hún er orđin ađ illvígum draugi, og ekki ólíkum Ţórólfi bćgifćti í tiltektum, en hann var samkvćmt fornum sögum ódámur hinn versti eftir hann var dauđur og orđinn ađ afturgöngu.

Ekki veit ég hvort Óla karlinum er ljós sú mikla ábyrgđ sem ţví fylgir ađ vekja upp afturgöngu, en hitt er víst ađ honum hefir ekki tekist sem skyldi, fremur en Galdra-Lofti, uppvakningarstarfiđ ţví uppvakningurinn er hreinlega geggjađur og fullur úlfúđar og hefndarţorsta, alveg eins og Ţórólfur bćgifótur forđum. Fyrst af öllum rak ţessi stjórnardraugur velgjörđarmann sinn, Óla Arnarson, nú rekur hún ađra starfsmenn Neytendastofnunar og nćst mun hún ugglaust reka alla úr Neytendasamtökunum. Ţegar ţar verđur loks tímabćrt fyrir drauginn ađ skríđa aftur ofan í gröf sína og halda áfram sofa.

Nú, jćja. Ţađ verđur svo sem aunginn hérađsbrestur ţó svo ađ Neytendasamtökin leggist af vegna draugagangs. Fátt hafa samtökin afrekađ og litlu áorkađ. Hiđ eina sem almenningur hefir haft af Neytendasamtökunum ađ segja eru syfjuleg viđtöl í fjölmiđlum viđ gamla formannin, sem voru svo leiđinleg og slćvandi ađ fólki varđ ómótt og féll í ţunglyndi. Jú, einhvern tíma hugđist Jón nokkur Magnússon hrl. ađ reyna ađ brúka Neytendasamtökin fyrir pólitíska lyftistöng fyrir sjálfan sig, en ţađ mistókst blessunarlega hjá lögmanninum, og ţá skreiđ hann inn í Frjálslyndaflokkinn međ púkafansinn sinn á hćlunum. Á ţessari stundu stendur sćringamađurinn Óli einn uppi međ galinn uppvakning, sem honum tekst sennilega ekki ađ kveđa niđur aftur.  


mbl.is Öllum sagt upp hjá Neytendasamtökunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband