Leita í fréttum mbl.is

Hin stórhættulega reiðhjólaiðja er þjóðarböl

ingv9.jpgÁ síðustu öld skrifaði heimsfrægur sálvísindamaður lærða grein, sem birt var í öllum helstu vísindaritum þess tíma, þar sem hann færði rök fyrir því að hjólreiðar væru fátt annað en einber öfuguggaháttur. Þessu til sönnunar lagði vísindamaðurinn fram tölfræði byggða á slembiúrtökum og eigindlegum viðtölum við reiðhjólafólk, sem og líffræðilegar rannsóknarniðurstöður auk hinna sálarlegu. Eftir útkomu greinarinnar töldu flestir að brátt væru hjólreiðar úr sögunni og reiðhjólaframleiðendur urðu skelfingu lostnir. 

Ekki var nóg með að sálvísindamaðurinn sannaði að hjólreiðar kæmu óafturkræfu ólagi á kynfærin, heldur sannaði hann líka, að þær gerðu menn örkumla og að þjófum. Í vísindagrein sinni rakti hinn merki hugsuður fjölmörg slys hjólreiðamanna, fullra og ófullra, og einnig vitnaði hann í lögregluskýrslur víðsvegar úr heiminum um kærur á reiðhjólaþjófnuðum. En allt um það, þá héldu menn áfram að hjóla án þess að skeyta um hættuna sem af þessari iðju stafar. 

kolb10Sæmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson eru ein fjölmargra, sem taka heilshugar undir kenningar sálvísindamannsins, sem áður er getið. Þau létu berast með straumnum fyrir nokkrum árum og tóku þátt í sívaxandi hjólreiðamenningu á Íslandi. Á reiðhjólatímbili sínu, sem spannaði rúma fjóra mánuði, eyðilögðu þau 36 reiðhjól, slösuðu á milli 50 og 60 manns, voru völd að 8 umferðartjónum og drápu næstum því 6 einstaklinga, fyrir nú utan allar ferðirnar á slysavarðstofuna. Á umræddu tímabili biluðust þau svo illa kynferðislega að til stórhörmunga má telja, en hér verður ekki farið nánar út í þann háskalega sálm. Hvað eftir annað var Kolbeinn hnepptur í varðhald vegna hjólreiðaæfinga sinna, en frú Ingveldi tókst af alkunnu harðfylgi að hrinda árásum lögreglunnar af höndum sér. Svo rann upp sá dagur, að þeim sæmdarhjónum auðnaðist að sjá hættur reiðhjólamennskunnar og fóru með síðustu hjólhestana sína í Sorpu.


mbl.is „Maður hættir ekki að hjóla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hvaðan er orðtiltækið ,, Að vera hjólgraður, komið?"

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.7.2017 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband