Leita í fréttum mbl.is

Þaðan er séra Atgeir p. Fjallabaksen ættaður sem og aðrir Fjallbökungar

ch2Þetta er einmitt á þeim stað sem ættir værðarklerksins séra Atgeirs p. Fjallabaksen komnar. Öldum saman bjuggu forfeður þessa merka kennimanns að Fjallabaki, ævinlega og alltaf við sult og seyru. Afi séra Atgeirs, Atgeir d. Fjallabaksen var síðasti ábúandi þar og var kvæntur systur sinni, því Fjallabökungum hefir einlægt verið sérlega umhugað að hafa allt sitt innan ættarinnar. En vegna langvarandi skyldleikaræktunar hafa skörð verið hoggin í ættbálkinn og hann því ekki dafnað eins og best væri á kosið. Sakir skyldleikamakanna hefir nokkuð borið á leiðinlegri úrkynjum; kroppinbakar af Fjallabaksen ætt eru grunsamlega margir; geldingar ófáir; og kynvilla meiri en gengur og gerist.

Þannig má segja, að ekki er jafnfurðulegt og sýnist í fyrstu, fjöll að Fjallbaki séu farin að skríða fram eftir aldalangt framferði íbúanna; fjöll og dalir láta nefnilega á sjá ef siðferðislífi fólks er þar býr hefir um langan aldur verir sárlega áfátt. Þegar síðasti ábúandinn, afi séra Atgeirs, var dauður og hitt liðið flúið á mölina hafa draugar og andskotar tekið sér bólfestu þar að Fjallabaki þar eð andrúmloftið þar er soddan lýð að skapi. En þá eftirlifandi Fjallbökungar vóru allir komnir til byggða, leyndist engum að þar var margann misjafnan sauðinn að finna og hvurjum öðrum verri og vitfirrtari.

Og þó so ættingjar séra Atgeirs p. Fjallabaksen séu flestir frábrugðnir öðru fólki þá hefir hann sjálfur gjörst mikilhæfur værðarklerkur innan hinnar evangélísk lútersku kirkju og lesið söfnuði sínum margar og langar ræður af prédíkunarstólnum, guðskristni í landinu til ómælanlegar blessunar. Reyndar hefir aunginn, so vitað sé, nokkru sinni gert tilraun til að fara eftir boðskap séra Atgeirs, hvorki í heild né í einstökum atriðum, sem kemur til af því að ekki ein einasta sála hefir enn verið fundin sem botnar eitt eða neitt í þessum ræðum. Áratugum saman, hafa sóknarbörn séra Atgeirs mátt engjast sundur og saman undir líkræðum og sálmasöng hans við jarðarfarir og því hafa menn og konur mætt með því að hverfa í önnur héruð þá þau finna endalokin nálgast. Sagt er að jarðarfarir séra Atgeirs hafi farið allt upp í sjö tíma og hafi iðulega lokið með því að hinn framliðni var fyrir misskilning kominn í klærnar á Andskotanum. Vart þarf fram að taka, að Andskotinn hefir um langa tíð haft býsna mikla ást á Fjallbökungum sökum eðlislægrar siðvillu þeirra, ófrómleika, heimilisofbeldis og og losta.   


mbl.is Fjallshlíð hleypur fram á Fjallabaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband