Leita í fréttum mbl.is

Sögur úr svartholinu

jail0_888189.jpgFanginn hefir séð sem var, að fátt væri skynsamlegra en að ganga frá garðverkunum og finna sér eitthvað uppbyggilegra til að dvelja við, enda var fangavörðurinn kominn á taðhúsið og búinn að læsa sig þar inni. Það er líka til fyrirmyndar af fangans hálfu að fara í kvikmyndahús til að auðga andann í stað þess að liggja á hjnánum og grufla í drullusvaðinu í fangelsisgarðinum; ef ekki væri fyrir sona menn þá væri íslenska þjóðin enn í torfbæjunum og hefðu ofan af fyrir sér með fáeinum rolliskjátum per mann og árabátum. Hinsvegar er öllu verra með fangavörðinn; þeim manni verður að refsa vel og vandlega. Réttast væri að loka drjólann inni á klósettinu í að minnsta kosti ár, svo honum skiljist að fangavarsla er ekkert grín. En því miður mun fangavörðurinn sleppa við refsing, en hinn menningarsinnaði fangi fær að  þola ýmiskonar kárínur af hendi fangelsisyfirvalda.

Fyrir allmörgum árum fór fangavörður á Akureyri með hóp fanga í heilsubótargöngu um götur Akureyrar. Í fyrstu gekk allt að óskum, fangarnir eltu fangavörðinn í einum hóp eins og hænuungar móður sína. En þá minnst varði tók Sævar Samloka sig út úr hópnum þegar fangavörðurinn sá ekki til og hljóp eins og fætur toguðu beint inn í verslun ÁTVR og keypti umsvifalaust flösku af stalínískum vodka, reif af henni tappann og þambaði eins mikið og hann gat af áfenginu áður er fangavörðurinn greip hann á hlaupum. Á leiðinni í fangelsið aftur fór að svífa heldur betur á Samlokuna og þegar um það bil voru 30 metarar eftir að dýflissudyrunum var hann orðinn fótavistarlaus og máttu hinir fangarnir hjálpa fangaverðinum við að bera hinn ölvaða fanga milli sín síustu metrana. Fyrir tiltækið var Samlokan hýdd, so sem reglur segja til um, við staur í fangelsisgarðinum daginn eftir.

Í síðustu árum hefir nokkuð færst í vöxt að betri borgarar, forríkt fólk og vel megandi, hafi verið fangelsaðir og þeim hreinlega verið stungið í tugthúsið. Fangelsisyfirvöldum hefir verið nokkur vandi á höndum að taka við svo góðu fólki, því það heimtar nautasteik í hvurt mál og rauðvín og koníak með. En þar eð venjulegum glæpamönnum er alfarið neitað um áfengisnautn í fangelsum hefir verið erfitt um vik að verða við óskum hinna betri fanga um áfengi og útreiðartúra og annað það sem stórmennum er lífsnauðsyn. Það sér hvur maður, að það er með öllu óeðlilegt að loka mikilsvirta fjáraflamenn inni með ótíndum glæpahundum og vermennum af verstu tegund, það á einfaldlega ekki að vera hægt, enda ekki boðlegt nokkurri siðvandri þjóð að þannig sé farið með þeirra bestu menn. Á þessu verður að ráða bót ef ekki á illa að fara. Til dæmis gæti ríkið vel tekið gott hótél á leigu fyrir einstaklinga úrvalsflokki borgarastéttarinnar sem dæmdir hafa verið til innlagnar í fangelsi en eru samt saklausir eins og þúfutittlingar.   


mbl.is Fanginn labbaði í burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband