Leita í fréttum mbl.is

Þá er það búið og því hægt að snúa sér að æðri málefnum

bald1Það var sosem auðvitað að þær væru úr leik eftir tvo leiki þessar kerlur. Þær mega nefnilega þakka fyrir að hafa ekki verið úr leik eftir fyrri hálfleik fyrsta leiks. En þetta er búið og eftir situr þjóðin geðheilsulaus, lömuð, gáttuð. Nú er tímabært að gleyma þessari slátrun og skríða undir rúm. Í sínu prestakalli hefir síra Baldvin bannað allar boltakúnstir og íþróttaflökt almennt. Eftir að það gerðist efldist hagvöxtur, framlegð og framleiðni í prestakallinu svo um munaði. Ástæðan fyrir óbeit síra Baldvins á íþróttum er vissa hans um að íþróttir séu að undirlagi Djöfulsins og að leyfa þeim náunga að leika lausum hala með vélabrögð sín dragi alvarlegan dilk á eftir sér fyrir gjörvallan söfnuðinn.

Í vetur leið bannfærði síra Baldvin við almenna messu tvo hórkarla og tvær hórkonur í prestakalli sínu. Daginn eftir þá síra Baldvin hugist ganga í musteri sitt var búið að negla báðar musterishurðirnar fastar við karminn og við smíðarnar höfðu verið brúkaðir sextommu naglar. Vitanlega rann síra Baldvini í skap er honum varð ljós framkoma ódrengja við kirkjudyr. Hann fór sér þó að aungvu óðslega, náði sér í kúbein og reif alla naglana úr, 60 að tölu. Síðan kraup hann við altarið og flutti Drotni bæn sína. Og svo vel tóks til með bænina, að annar hórkarlinn sem síra Baldvinn bannsöng daginn áður varð 10 mínútum síðar fyrir bíl úti á miðri götu og lærbrotnaði. Þá þurfti ekki lengur vitna við hvur framið hafi helgispjöllin með sextommu nöglunum.

Sama dag og síra Baldvin kom að kirkjudyrum sínum negldum rötuðu báðar hórhonurnar bannfærðu í ógæfu; önnur snöri sig svo illa á fæti í eldhúsinu heima hjá sér að tærnar sem áttu að snúa fram snöru beint aftur; hinni varð það á að stíga ofan á skottið á hundinum sínum, sem varð svo reiður að hann reif kerlinguna á hol og var næstum búinn að drepa hana. Hinn hórkarlinn slapp að mestu við slysfarir utan hvað hann varð bráðkvaddur á salerninu á vinnustað sínum. Sunnudaginn þar á eftir flutti síra Baldvin innblásna ræðu um réttlæti Drotins, reiði hans og hefnd á lauslátu og óráðvöndu fólki. En bráðkvaddi maðurinn fékk aungva þjónustu og sá síra Baldvin sjálfur um að hann væri garfinn utangarðs eins og hundskvikindi. 


mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband