Leita í fréttum mbl.is

Við þekkjum okkar fólk þegar verk þess rata í fréttamiðla

gif1Æijá, það var glatt á hjalla í brúðkaupsveislunni í nótt og Brynjar Vondalykt handtekinn og vistaður í svartholinu. Brúðhjónin áttu að vita fyrirfram að það er skelfileg áhætta að bjóða Vondulyktinni í veislu því sá maður hefir einstakt lag á setja allt á annan endann, breyta dásamlegri brúkaupsveislu í blóðugan vígvöll. Nú tók hann sig til og reif handlaug og salernisskál upp með rótum og kastaði þessum þarfaþingum hvers heimilis í áttina að brúðhjónunum í því skyni að veita þeim áverka. Svo má satt vel vera, að Vondulyktinni hafi ekki verið boðið í brúkaupið, helvítis melurinn hafi bara vaðið þar inn til að efna til óeirða. Þegar Brynjar Vondalykt kemst á uppreistarstigið hema hjá frú Ingveldi rotar hún hann ævinlega og lokar inni í miðstöðvarkompunni. Stundum fleygir hún Kolbeini manni sínum á eftir Brynjar inn í kompuna svo þeir hafi félagsskap hvor af öðrum; þegar hún hleypir þeim aftur út eru þrjótarnir ofast orðnir berir neðan mittis, jafnvel alsberir.

Af völdum Brynjars Vondulyktar sitja brúðhjónin síðan í gær hágrátandi og eru farin að tala um, milli ekkasoganna, að skilja strax í fyrramálið, Vondalyktin hafi komið þannig fram í brúðkaupinu í gær að allt sé ónýtt, enda hafi þessi endemis ódráttur komið so svívirðilega dónalega fram við brúðurina að fáu sé til að jafna. Svo hefir komið fram, að frú Ingveldur vísaði Vondulyktinni á dyr í gærkvöldi eftir að mannfjandinn reyndi að lokka Kolbein og Máríu Borgargagn með sér inn í miðstöðvarkompuna til ósiðlegra athafna. Þegar frú Ingveldur hafði lokað sínum dyrum á karlinn stormaði hann beint í brúðkaupsveisluna, þó enginn hafi boðið honum þangað, með höfuðið stútfullt af ógeðslegum hugsunum og því til alls vís í samræmi við það.

Þegar Máría Borgargagn og Indriði Handreður létu verða af því að gifta sig, fyrir ekki svo allslöngu, fór sá góði maður, Brynjar Vondalykt, bókstaflega á kostum. þI brúðkaupsveislunni tókst honum með útsmognum bellibrögðum að lokka prestinn með sér afsíðis og fá hann til að haga sér á einkar óguðlegan hátt. Þegar klerkurinn, sem er kona, skakklappaðist á braut úr veislunni minnti hún frekar á rytjulegan hænsfugl en viðulegan kennimann og var brottför hennar öll hin háðulegasta. So skreiddust brúðhjónin inn í svefnherbergi til eyða brúðkausnóttinni saman og höfðu frú Ingveldi og Kobein með sér og aflæstu. Hvað þar gerðist verður ekki lesið hér, því þetta er virðulegt blogg en ekki námskeið í klámi og svívirðu, en víst er um það að þegar þau fjögur komu út um morgunin vóru þau eins og úthverfir apasrassar í framan og varla klædd svo heitið getur. 


mbl.is Handtekinn í brúðkaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband