Leita í fréttum mbl.is

Björgunaraðgerðir Gunnólfs skipstjóra og háseta hans.

strandÞað er ekki neitt gamanmál að bjarga skútelsi svo vel sé. Eitt sinn varð Gunnólfur skipstjóri fyrir því að reyna að bjarga sona skútelsi sem hafði fengi brotsjói á sig, mastrið var brotið og lá hékk á nokkrum taugum utan við borðstokkinn og kallarnir um borð í sjokki, sumir skelfilega hræddir. Bar þá að Gunnólf skipstjóra á fleyi sínu og hóf hann undir eins björgunaraðgerðir. Fyrst tókst honum að setja stefnið í síðuna á skútunni og þar á eftir fékk hann spottana sem héngu úr mastrinu í skrúfuna og mastrið líka. Nú vóru góð ráð dýr og Gunnólfur gaf allt í botn og lét skrúfuna hakka í sig mastri og spottana. Þegar því var loki var skútelsið horfið, sokkið til botns ásamt manni og mús. Þá var ekki um annað að ræða fyrir Gunnólf skipstjóra en að snúa fleyi sínu til lands, sem ekki var hægðarleikur að þessu sinni því skrúfan var full af drasli eftir aðfarirnar við skútuna. Honum tókst þó að hjakka í land, en þegar þangað var komið var vélin ónýt, úrbrædd. Gunnólfur fékk síðan áhöfn sína til að halda kjafti um afdrif skútelsisins með þremur kössum af rótsterku brennivíni, en það vóru samtals 36 flöskur, sem hvur um sig innihélt einn lítér.

Þar með er þó björgunarsögu Gunnólfs lokið, síður en svo. Á sama hátt fórst honum er hann hugðist leggja upp að gúmmíbát, fullmönnuðum af útlensku flutningaskipi sem sokkið hafði. Auðvitað lenti gúmmíbáturinn undir stefni skipsins og dröslaðist aftur eftir kjölnum og fór í skrúfuna. Þegar björgunaraðgerðinni var lokið kallað Gunnólfur til háseta sinna: ,,Heyrðu þið hvellinn þegar helvítis gúmmbáturinn sprakk í skrúfunni?" ,,Jú" svöruðu hásetarnir að bragði og hlógu tröllahlátri.

Fyrrgreind björgunarafrek Gunnólfs skipstjóra úti á regin hafi má svo sem flokka til stórglæpa, en þar á móti þá er ekkert glæpur annað en það sem upp kemst, og það komst aldrei upp um Gunnólf skipstjóra því aungvum datt í hug að þessháttar misheppnaður sægarpur kæmist í tæri við björgun manna á rúmsjó. Þegar Gunnólfur og hans menn komu í land eftir að hafa sprengt gúmmíbátinn og mennina sem í honum voru með skrúfunni fengu þeir sé ærlega í glas og skemmtu sér konunglega í lúgarnum við að rifja sprenginguna upp aftur og aftur.  


mbl.is Skipverjarnir komnir í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband