Leita í fréttum mbl.is

Þegar tjaldbúð Kolbeins Kolbeinssonar við Skálholt fauk út í buskann

tj1Þegar tjaldið fjúkti ofan af Kolbeini á sínum tíma kom upp úr dúrnum að hann var ekki maður einn þar í tjaldinu. Kolbeinn hafði nefnilega gengið að heiman, eftir því sem hann sagði, út af ofríki frú Ingveldar, ribbaldahætti hennar og og kvalalosta. Hann reisti tjald sitt í Biskupstungum, nærri Skálholti, til að vera, sem hann sagði, nærri einum helgasta stað íslandssöunnar því taldi líklegast að leita heilags anda á slíkum stað. Frú Ingveldur lét Kolbein afskiptalausan í útlegð sinni og sagði að hann mætti drepast úr hor eins og þúfutittlingur úti á víðavangi ef hann vildi.

Nú hafði Kolbeinn dvalið þrjá mánuði í tjaldinu og allir, eða allflestir, héldu að hann væri orðinn heilagur munkur eins og Frans af Assisi; klæddur dimmgráum, skósíðum kufli með áfastri hettu kjagaði hann oft á hverjum sólarhring í Skálholtskirkju og saung þar bænir sínar. Í bakaleiðinni sá fólk hann tína sér súrblöðkur til átu og tala við fuglana; það ver ekki minnsti vafi á að maðurinn var kominn í sterkt samband við guðdóminn og hann negldi niður kross úr tveimur girðingarstaurum fyrir framan tjaldið.

Svo gerðist það, sem aldrei hefði átt að gerast: Hann rauk einn daginn upp með norðan ofvirði, sem var svo sterkt, að tjald Kolbeins tókst á loft og hvar út í buskann, en eftir sat Kolbeinn, ásamt með Máríu Borgargagni, Indriða Handreði og Brynjari Vondulykt. Öll vóru hjúin kviknankin er að var komið, blindfull og báru sig aumlega sem spörfuglsungar, nýskriðnir úr eggjum sínum, enda strax orðin köld og hrakin. Þegar betur var að gáð, kom í ljós að hersingin sem var með Kolbeini í tjaldinu var búin að vera viðloðandi tjaldið allan tímann frá því Kolbeinn reisti það; og þegar enn betur var að gáð, kom í ljós að hinar miklu messuvínsbirgir Skálholtsstóls vor mjög til þurrðar gengnar, en þær höfðu verið á tveimur stórum ámum í skrúðhúsinu. Var mál manna, að kirkjugöngu Kolbeins um sumarið hefðu eingöngu verið farnar til að stela áfengi en ekki til að biðja til Guðs um að hann ræki töfrasprota sinn svo hressilega í afturendann á frú Ingveldi að hún færi að haga sér eins og manneskja á eftir.   


mbl.is Um 60 tjöld fuku út í veður og vind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband