Leita í fréttum mbl.is

Lífsreynsla frú Ingveldar í Miklagarði

ing41Ekki er að spurja að Tyrkjanum, hann skýtur þá bara og hefir gaman af. Þegar frú Ingveldur og Kolbeinn maður hennar vóru á Tyrklandi sér til hvíldar og hressingar vaknaði grunur hjá tveimur lögregluþjónum í Istanbúl, sem áður hét Mikligarður, um að þau væru hryðjuverkamenn sem ætluðu sér að fremja terrorisim. Glaðir í bragði tóku þeir upp byssur sínar og ætluðu að skjóta þau hjónin formálalaust. En rétt í þann mund og þeir ætluðu að láta til skarar skríða og þrýsta á gikkina kváðu við tveir skothvellir og lögregluþjónarnir steyptust til jarðar, steindauðir, með sinn hvora blúkúluna í hausnum. Það var sem sé frú Ingveldur sem sá við Tyrkjunum og skaut þá með skambyssu sem hún hafði í veski sínu.

Eitthvert uppistand hlaust af skyndilegum dauða lögregluþjónanna. Engann grunaði sakleysislegt ferðafólk eins og frú Ingveldi og Kolbein svo stjórnvöld létu sér nægja að skjóta nokkra Kúrda til að hefna fyrir lögregluþjónana. Heimkomin var frú Ingveldur bálvond út í Tyrki og kvað sér hljóðs á landsfundi Sjálfstæðiflokksins og helti úr skálum reiði sinnar yfir bölvaðan, andskotans hundtyrkjann, sem hún sagði að hefði ætlað að myrða sig af trúarástæðum úti í Miklagarði í síðasta mánuði. En sem betur fer hefði hún séð við þessum köllum og leyft þeim að smakka á eigin meðulum. Þessa lífsreynslu sína úti í Miklagarði sagði frú Ingveldur næga ástæðu fyrir því að lögreglan á Íslandi fengi vopn til að vega alla þá andskotans heiðingja sem hingað kynnu að slæðast frá ómenningarlöndum.

Í lok eldmessu sinnar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sagði frú Ingveldur frá því hvernig hún hefði tekið tvær kerlingarálftir í kuflum og með slæður yfir hárinu í gegn úti á götu um hábjartan dag í síðustu viku. Og það vóru aungin vettlingatök: Frú Ingveldur kvaðst hafa snúið þær niður, haft endaskipti á þeim, og lúbarið þær so þær hefðu veinað eins og breimandi fresskettir. Þegar þarna var komið sögu frú Ingveldar litu landsfundarfulltrúar undrandi hvurjir á aðra og hugsuðu allir það sama: Að þarna væri sennilega komin skýringin á fólskulegri árás, sem enn var óupplýst, á tvær nunnur úr klaustri í Hafnarfirði á dögunum. Og satt að segja vissu landsfundarfulltrúar ekki lengur sitt rjúkandi ráð, svo djúp vóru áhrifin sem ræða frú Ingveldar hafði á þá.  


mbl.is Skutu grunaðan hryðjuverkamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var skemmtilegt, fram undir lokin.

Þú hefðir betur endað þetta svona:

"... Að þarna væri sennilega kominn hinn nýi varaformaður flokksins, sem hann sárvantar á þessum síðustu og verstu ..."

Jón Valur Jensson, 20.8.2017 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband