Leita í fréttum mbl.is

Héraðsbrestur og mönnun Alþingis

x-banziÞað flokkast varla undir héraðsbrest þó ein auðvaldssinnuð kerling hætti á þingi; slíkt flokkast hvorki undir mannslát né mannskaða og enn síður tjón af nokkru öðru tagi. Á hinn bóginn er það ólán þjóðar að inn á þing slæðist flokkar á borð við Bjarta framtíð, sem eru fátt annað en lítilfjörlegt og heilalaust útibú Sjálfstæðisflokksins. Að hluti kjósenda, þó lítill sé, sé svo firrtur og illa upplýstur að hann veiti óþrifnaði eins og Bjartri framtíð og Viðreisn stuðning sinn í kjörklefanum, ber þjóðinni satt að segja ófagurt vitni og gefur ekki tilefni til bjartsýni á að andlegt ástand þjóðarinnar sé á uppleið.

Að sjálfsögðu kennir auðvaldsfraukan Theodóra Alþingi um ófarir sínar en ekki því að hún hafi ekki haft eitt einasta snitti til málana að leggja og þar með ónothæf til þeirrar vinnu sem kjósendur kusu hana til. Sannast hér á dapurlegan hátt að árinni kennir illur ræðari; þó er Tegódóru þessari nokkur vorkun því að ár verður að litlu gagni ef ekki er fyrir hendi bátur til að róa. Því er það gleðiefni þegar óhæfur þingmaður hverfur af þingi þó svo að umræddur fulltrúi kapítalismans sé fráleitt sá eini óhæfi á þeim vinnustað. Við hverjar kosningar síðustu þrjátíu árin hefir þingmannahópurinn þynnst af nothæfum alþingismönnum og nú er svo komið að maður getur ekki varist þeirri hugsun, að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna væru betur komir á einhverjum öðrum hælum en Alþingi; við þessari óheillaþróun eig flokkarnir, eldri sem yngri, engin svör önnur en að tefla fram undanrennufólki og búrtíkum úr viðhlægendahópi sínum.

Ekki veit ég hvað öðrum finnst, en mér þykir það alvarlegt mál, meira að segja mjög alvarlegt, að Alþingi Íslendinga sé að mestum hluta mannað undirmálsfólki, í sumum tilfellum hálfgerðu rusli. Það liggur alveg ljóst fyrir, að mínu mati, að flokkarnir hafa brugðist þeirri skyldu sinni vanda val sitt á framboðslista, sem að ætti þó að vera grundvallaratriði í starfi hvers stjórnmálaflokks. Ef heldur fram sem horfir mun Alþingi verða mannað að fullu eintómum kjánum og landeyðum eftir önnur þrjátíu ár. 


mbl.is Theodóra segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband