Leita í fréttum mbl.is

Einkennilegur tepruskapur þeirra sem kunna ekki gott að meta

rat5.jpgJú, það má svo sem vel vera að einhverjum þyki fremur ólystugt hafa nagdýr í salatinu sínu, en það skoðast þeirra mál sem svo eru matvandir. Í gamla daga þókti sá púðursykur bestur sem var rakur af rottuhlandi úr stíunni hjá kaupmanninum og augvum varð meint af, síður en svo; allir kómu þeir aftur o.s.framv. Þá var til þess tekið að Vilhjálmur matvörukaupmaður hafi kastað rottum og músum á skottinu ofan í hrærivélina þegar hann var að búa til kjötfars og allir rómuðu hvað farsið hjá Vilhjálmi væri lystugt og gott.

En vel á minnst: Hvað var ungi maðurinn að gera með mýsluna upp á Landspítala? Var drengurinn að færa hana undir læknis hendur? Ef svo er hefir músin verið með lífsmarki en aðfram komin og heilsulaus. Og tókst læknunum að bjarga lífi hennar? Er hún útskrifuð af sjúkrahúsinu. Þessar og fleiri spurningar brenna á fólki og einsgott fyrir fjölmiðla að afla upplýsinga og koma þeim á framfæri við almenning. Eða er svo að skilja að ungmennið hafi étið músina, því það er sagt í fréttinni að hann hafi neytt hennar annars staðar. Ef hann hefir étið músina, hvað var hann þá að gera upp á Landspítala?

Þegar Skonsukarlinn var kokkur á bátunum í gamla daga fangaði hann alltaf mýsnar sem komust í búrið hjá honum og setti þær í súpupottinn. Karlarnir urðu glaðir þegar þeir vissu að það var mús í súpunni og kepptustu við að veiða hana upp úr pottinum og á diskinn sinn. Í vertíðarlok var Goddi steinbítur krýndur músakóngur vertíðarinnar, því að það var hann sem veiddi flestar mýs upp úr súpupottinum á tímabilinu, 17 talsins. Það var Skonsukarlinn sjálfur sem veitti verðlaunin, þrjár flöskur af hvannarótarbrennivíni. Af öllu Þessu má sjá að mýs og rottur eru ágætis mannamatur, enda hafa Kínabúar borðað þessi kvikindi af sömu áfergju og Íslendingar ýsu og lambaket. 


mbl.is Íhuga að óska eftir frekari rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Essska tongue-out

Níels A. Ársælsson., 21.9.2017 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband