Leita í fréttum mbl.is

Bell sheep

hr1Ţá rekiđ var af fjalli um haustiđ var í safninu grár hrútur, um ţađ bil fjögurra til fimm vetra gamall, er hafđi hengda um háls sér bjöllu. Önnur auđkenni voru ekki til stađar ţví skepnan var ómörkuđ, en ţađ kom á óvart ţví sýnt ţótti ađ ţessi ókunnugi hrútur hafđi ekki dvaliđ á vergangi frá fćđingu. Ţegar kom ađ ţví ađ ráđstafa hrútnum mátti heita ađ fjallkóngurinn yrđi bćđi lang- og ţverskuđarmát ţví enginn kannađst viđ kvikindiđ.

Er hér var komiđ sögu kvaddi stórbóndinn á höfuđbólinu sér hljóđs og kvađst eiga ţann gráa og ţví til stađfestingar lét hann vinnumenn sína vitna međ sér. Öđrum bćndum var ţetta svo sem ađ meinalausu, ţví ţeir vissu vel ađ ekki áttu ţeir ţessa óskilakind, en ţeir töldu sig líka vita, ađ af höfuđbólinu var hrúturinn ekki. Svo var réttunum lokiđ og hver fór til sín međ sitt fé. Hitt var kyndugara, ađ vinnumenn á höfuđbólinu sátu um ađ beita bjölluhrútnum á tún annarra manna, ekki síst ţeirra er bjuggu viđ ţröngan kost á hjáleigum höfuđbólsins. Og ekki bćtti úr skák, ađ hinn grái hrútur međ bjölluna var mun náttúrađri en gengur og geris međ hans dýrategund; helvítis ókindin ţaut aftan á hvurja ánna af annarri og kom fram vilja sínum međ ofbeldi. Ţetta leiddi auđvitađ til ţess ađ sauđburđur hófst óvenju snemma hjá hjáleigubćndum og smábćndum nćsta vor, eđa öllu heldur nćsta vetur, ţví ćrnar sem gráni knallađi urđu léttari í mars, en ţá er ađ öllu jöfnu vetur á Íslandi.

Nćsta haust endurtók sama sagan sig; Bjöllu-Gráni kom af fjalli og beitti húsbóndinn á höfuđbólinu honum ţegar í stađ í tún annarra bćnda. Smábćndur og leiguliđar hefđu ugglaust látiđ ţetta yfir sig ganga orđalaust, eins og annađ ofríki höfuđbólsmanna, ef ekki hefđi viljađ svo illa til, ađ lömb ţau er ćr ţeirra gátu međ Grána voru unantekningarlaust bölvađir krypplingar, heimsk, ljót og síđast en ekki síst undarlega bragđvond, svo ekki var einusinni hćgt ađ hafa ţau í ketsúpu, hvađ ţá í sunnudagssteik. En sumariđ ţar á eftir kom bjargvćttur leiguliđa og smábćnda ađvífandi í líki Arnfređs Lyngdalhs vörubifreiđarstjóra. Arnfređur kom semsagt akandi á vörubifreiđ sinni fullhlađinni af grjóti og möl ţegar hann kom auga á Bjöllu-Grána vera ađ nauđga bjargarsnauđri á á miđjum ţjóđveginum. Ţessi sjón varđ Arnfređi innblástur til ađ gefa olíuverk bifreiđar sinnar í botn, og međ fádćma ökusnilld tóks honum ađ heyra međ fullum dampi á hinn kynóđa hrútdjöfur, sem nú var komin langleiđina međ ađ gera út af viđ sauđfjárrćkt í sveitinni nema á höfuđbólinu, og mala hann niđur međ hinum öfluga, fjórtánhjóla vörubifreiđartrukki. En ćrin slapp ósködduđ ađ mestu frá ţessum skuggalega hildarleik, ţó ađ hún skutlađist eins og heypoki langt út fyrir veg. Hinsvegar urđu bćndur og vinnumenn höfuđbólsins gersamlega ćfir ţegar ţeir fundu flakiđ af Bjöllu-Grána trođiđ og klesst niđur í ţjóđveginn.


mbl.is Miđflokkurinn hertekur Framsóknarhúsiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband