Leita í fréttum mbl.is

Erfðir og arfur

flengSem betur fer er það ekki arfgengt að vera sjálfstæðismaður, þó svo að þannig veila kunni að vera til staðar við fyrstu sýn. Hinsvegar líta ýmsir þannig á, að þeim beri að taka pólitískar skoðannir forfeðra sinna í arf og við þeim arfi megi þeir ekki hrófla við. Það er oft ansi kýmilegt að sjá einstaklinga, sem að upplagi eru mjög félagshyggjulega sinnaðir, jafnvel róttækir sósíalistar, burðast við að halda íhalds- og auðvaldsarfi forfeðrana álofti; þessháttar eintök virka oftar en ekki öfga- og brotakenndir þegar þeir taka til við að verja pólitíska arfinn sinn og því þeir verða oft svo einkennilega æstir og illir, því það ýfir auðvitað burstirnar á hverjum þeim sem reynir að tala fyrir óheppilegum málstað sem þeirra innri maður viðurkennir aldrei.

Hinsvegar eru að sjálfsögðu til eðlislægir ójafnaðarmenn sem hafa nautn af að gefa óþokkaskap sínum lausan taminn með því að predika hugsjónir græðginnar og hrokans og berja í leiðinni á minnihlutahópum og minni máttar. Og það er einmitt þessi tegund óþokka sem tekið hefir kapítalismann í sína þjónustu og gert hann að trúarjátningu sinni og heimtar að aðrir geri það líka. Þessir kónar halda því fram að mannskepnan sé gráðugt og grimmt villdýr, því fái ekkert breytt, þess vegna sé það í hæsta máta eðlilegt að þeir gráðugustu og grimmustu beri mest úr býtum af gæðum jarðarinnar. En allt tal um hugsjónir jafnaðar og fagurs mannlífs, réttlætis og mannúðar, telja þessir sömu kónar rugl og vitleysu heimskra vitfirringa, sem ekki sé mark á takandi.

Þá er ekki síður ankannalegt að sjá svokallaða sjálfstæðismenn berjast við að koma í veg fyrir að börn þeirra myndi sér sjálfstæða skoðun í stjórnmálum ef hún er í blóra við Sjálfstæðisflokkinn. Vitanlega er þessháttar framferði afar hlálegt og um leið sorglegt, en síðast en ekki síst er það ömurlegur vitnisburður andlegrar fátæktar.


mbl.is Ekki arfgengt að vera sjálfstæðismaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband