Leita í fréttum mbl.is

Gott að hafa tungur tvær, helst fleiri, og tala sitt með hvorri

xvudwra.jpgGott er að hafa tungur tvær (helst fleiri) og tala sitt með hvorri. Vinur minn einn, róttækur sósíalisti, hitti Kolbein Óttarsson Proppa skömmu fyrir kosningar, hvar piltur var úti á akrinum að agítéra fyrir VG. Þessi vinur minn spurði Proppa hvort einhverjar líkur væru á því, eftir kosningar, að VG færi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Proppi litli belgdis allur út, varð tveir og hálfur meter á hæð, og blés út úr sér með tilþrifum, að VG færi sko aldrei, aldrei, aldrei í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Aldrei.

Annar vinur minn hitti annan háæruverðugan frambjóðanda VG, rétt fyrir kosningar, og innti hann eftir því hvort Steingrímur J. réði ekki enn lögum og lofum í VG. Frambjóðandinn kvað nei við, Steingrímur væri eiangraður í flokknum, og hvar sem þessi frambjóðandi færi lýstu kjósendur yfir frati og skömm á Steingrími þessum. Um svipað leyti sat kona í flugvél milli Akureyrar og Reykjavíkur. Í næsta sæti fyrir aftan hana sat margnefndur Steingrímur og skrafaði við sessunaut sinn og var býsna brattur. Þar kom í samtali þeirra tveggja, að Steingrímur lýsti því yfir að ríkisstjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum væri nánast klappað og klárt.

Nú segir undanrennufuglinn Proppi, að ekki séu færri en þrjár ástæður til að VG hefji viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað ætli hafi gerst í höfðinu á Proppa frá því vinur minn átti orðastað við hann þangað til hann varð þess albúinn að skríða upp í bælið hjá hr. Ben? Að vísu eru þessar þrjár ástæður ansi hlálegar, svo ekki sé sagt heimskulegar. Og fyrst VG hafði ekki útilokað neinn flokk fyrirfram, af hverju þá í andskotanum afneitaði Proppi Sjálfstæðisflokknum algjörlega sem samstarfsaðila í ríkisstjórn við almennan kjósanda sem rakst á hann í atkvæðasmölun? Hér eftir er full ástæða til að vara fólk við að taka orð þingmanna VG alvarlega, því þetta fólk virðist ljúga út í eitt, hvurt um annað þvert.


mbl.is Þrjár ástæður til að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband