Leita í fréttum mbl.is

Ţađ sem Íslendingum líkar vel ...

heim5.jpgVel má vera ađ ţessir ţarna suđur á Velli séu óttalegir rummungar og allt ţađ, en ţađ er nú einusinni ţannig, ađ Íslendingum líkar ósköp vel viđ allt, sem tekiđ hefir veriđ ófrjálsri hendi, eđa er á einhvern hátt ólöglegt. Og aunginn Íslendingur, ef ég ţekki ţá rétt, sem ég geri, láir strákagreyunum ađ hafa nćlt sér í eitt og eitt kíló af fluvélakjöti og sígarettum til ađ drýgja tekjurnar. Nú, hver ţekkir ekki sprúttsala, ţessa miskunsömu Samverja ţjóđarinnar, sem bjargađ hafa ótöldum Íslendingum frá ótímabćrum timburmönnum. Ţađ er líka sannađ, ađ ţađ er miklu betra ađ ţunnast upp af ólöglegu áfengi en löglegu. Ađ mađur tali ekki um hvađ smyglvindlingar eru margfalt betri og heilnćmari en tóbaksruddin sem mađur kaupir samkvćmt lögum og reglugerđum ríkisins.

Enn ţann dag í dag sé ég fornvin minn, hr. EB. Sigurđsson, fyrir mér, blessuđ sé hans minning, eiga kolólögleg viđskipti međ áfengi og tóbak viđ norđlenskan stigamann einn fagran haustdagsmorgun endur fyrir löngu. Viđ EB. Sigurđsson komum í einum rykmekki, siglandi á leigubifreiđ upp ađ húsi stigamannsins ađ norđan. Úti í kofa galađi hani og stakur hrafn hóf sig til flugs af nćrliggjandi staur ţegar bifreiđ okkar söđvađist međ tilheyrandi ískri. Hinn norđlenski glćpamađur bjó á annarri hćđ hússins og fóru viđskiptin ţannig fram, ađ sá norđlenski kastađi svartadauđafösku út um gluggann, sem hr. Sigurđsson kastađi sér fyrir og greip eins og markvörđur í heimsmeistaraliđi, en í stađinn kastađi hann upp gluggan tveimur eđa ţremur sígarettukartonum, sem hann hafđi haft fyrir ađ stela á ísmeygilegan, en ţó fagmannlegan, hátt. Síđan var ekiđ í bćinn í ţeirri góđu fullvissu ađ timburmennirnir vćru enn all-langt undan.

Hitt er svo aftur annađ mál, ađ ţeir eiga ađ sjálfsögđu ekki ađ stela sem ekki kunna ađ fela. Og ađ ekkert glpćpur annađ en ţađ sem upp kemst. Ketţjófarnir á Vellinum fóru ekki alveg rétt ađ. Ţeir kunnu ekki ađ fela og nú sitja ţeir uppi međ ađ hafa framiđ hörmulegan glćp: stoliđ, sem mađur segir, nautaketi og vindlingum frá flugfélagi eđa jafnvel flugfélögum. Ţannig framkoma er afar sorgleg. Ef ekki hefđi upp um ţá komist, vćru ţeir enn í tölu heiđvirđra borgara, sem litiđ vćri upp til. Nú neyđast ţeir til ađ sćtta sig viđ ađ vera álitnir viđsjárgripir, gengisvísitala almenningsálitsins í ţeirra garđ hrapađ niđur úr öllu valdi, og í ţokkabót verđa ţeir sennilega ađ pína sig til ađ hćtta ađ kjósa Sjálfstćđisflokkinn framvegis. (Reyndar hefđi mađur haldiđ, ađ afbrot grey kallanna gćti gilt sem heiđursađgönumiđi ađ ţví síđast talda, en ţađ er víst önnur saga.)


mbl.is Stoliđ kjöt í mögum landsmanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Hvers vegna í ósköpunum heldurđu ađ ţessir ţjófar hafa veriđ íslenzkir? Ég get nefnt nokkrar hugmyndafrćđilegar stefnur af erlendum toga hvers fylgjendur víla ekki fyrir sér bćđi ađ ljúga, stela og ţađan af verra.

Aztec, 16.11.2017 kl. 22:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband