Leita í fréttum mbl.is

Það sem Íslendingum líkar vel ...

heim5.jpgVel má vera að þessir þarna suður á Velli séu óttalegir rummungar og allt það, en það er nú einusinni þannig, að Íslendingum líkar ósköp vel við allt, sem tekið hefir verið ófrjálsri hendi, eða er á einhvern hátt ólöglegt. Og aunginn Íslendingur, ef ég þekki þá rétt, sem ég geri, láir strákagreyunum að hafa nælt sér í eitt og eitt kíló af fluvélakjöti og sígarettum til að drýgja tekjurnar. Nú, hver þekkir ekki sprúttsala, þessa miskunsömu Samverja þjóðarinnar, sem bjargað hafa ótöldum Íslendingum frá ótímabærum timburmönnum. Það er líka sannað, að það er miklu betra að þunnast upp af ólöglegu áfengi en löglegu. Að maður tali ekki um hvað smyglvindlingar eru margfalt betri og heilnæmari en tóbaksruddin sem maður kaupir samkvæmt lögum og reglugerðum ríkisins.

Enn þann dag í dag sé ég fornvin minn, hr. EB. Sigurðsson, fyrir mér, blessuð sé hans minning, eiga kolólögleg viðskipti með áfengi og tóbak við norðlenskan stigamann einn fagran haustdagsmorgun endur fyrir löngu. Við EB. Sigurðsson komum í einum rykmekki, siglandi á leigubifreið upp að húsi stigamannsins að norðan. Úti í kofa galaði hani og stakur hrafn hóf sig til flugs af nærliggjandi staur þegar bifreið okkar söðvaðist með tilheyrandi ískri. Hinn norðlenski glæpamaður bjó á annarri hæð hússins og fóru viðskiptin þannig fram, að sá norðlenski kastaði svartadauðafösku út um gluggann, sem hr. Sigurðsson kastaði sér fyrir og greip eins og markvörður í heimsmeistaraliði, en í staðinn kastaði hann upp gluggan tveimur eða þremur sígarettukartonum, sem hann hafði haft fyrir að stela á ísmeygilegan, en þó fagmannlegan, hátt. Síðan var ekið í bæinn í þeirri góðu fullvissu að timburmennirnir væru enn all-langt undan.

Hitt er svo aftur annað mál, að þeir eiga að sjálfsögðu ekki að stela sem ekki kunna að fela. Og að ekkert glpæpur annað en það sem upp kemst. Ketþjófarnir á Vellinum fóru ekki alveg rétt að. Þeir kunnu ekki að fela og nú sitja þeir uppi með að hafa framið hörmulegan glæp: stolið, sem maður segir, nautaketi og vindlingum frá flugfélagi eða jafnvel flugfélögum. Þannig framkoma er afar sorgleg. Ef ekki hefði upp um þá komist, væru þeir enn í tölu heiðvirðra borgara, sem litið væri upp til. Nú neyðast þeir til að sætta sig við að vera álitnir viðsjárgripir, gengisvísitala almenningsálitsins í þeirra garð hrapað niður úr öllu valdi, og í þokkabót verða þeir sennilega að pína sig til að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn framvegis. (Reyndar hefði maður haldið, að afbrot grey kallanna gæti gilt sem heiðursaðgönumiði að því síðast talda, en það er víst önnur saga.)


mbl.is Stolið kjöt í mögum landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Hvers vegna í ósköpunum heldurðu að þessir þjófar hafa verið íslenzkir? Ég get nefnt nokkrar hugmyndafræðilegar stefnur af erlendum toga hvers fylgjendur víla ekki fyrir sér bæði að ljúga, stela og þaðan af verra.

Aztec, 16.11.2017 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband