Leita í fréttum mbl.is

Gríðarleg fylgisaukning

xv2.jpgÞað er vel af sér vikið hjá VG að aðeins 60% atkvæðisbærra manna mundu kjósa flokkinn í dag. Eins og greindir og talnaglöggir menn átta sig fljótlega á, þá þýða þessi 60% að VG er langt um stærri en hinir flokkarnir allir til samans, því þeir fá einungis 40% til að skipta á milli sín. Aðrir, ekki eins glöggir á tölur og prósentur, gætu haldið að 60% fylgi sé eitthvað ,,aðeins" og fyllast trega allt niður í sorg. 

Svo er eitthvað í skoðannakönnuninni, sem segir að einhverjir kjósendur hafi flutt sig frá VG yfir á Samfylkingu; soleiðis fólk er vanmetakindur, sem ástunda að hlaupa úr öskunni í eldinn og fá aldrei nóg af þeim leik. Könnunin sýnir líka, að Miðflokkur Sigmunds er þegar byrjaður að pissa í sig og sjást taumarnir niður buxnaskálmarnar greinilega. Það túlkast sem batamerki á kjósendahjörðinni og kanski nær hún sér fyrr en nokkurn grunar, og veitir víst ekki af.  


mbl.is Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband