Leita í fréttum mbl.is

Stórdansarar Hrunsins góða gjörast nú brjóstumkennanleg fórnarlömb

landi_sekkur.jpgNú rísa stórdansarar Hrunsins góða, stórmenni efrimillistéttarinnar og yfirstéttarinnar, upp úr öskustónni og grénja framan í þjóðina undan meðferðinni á sér í kjölfar Hrunsins. Auðvitað láta þessir dansarar eins og þeir hafi ekki hugmynd um afhverju fólk fékk nóg af þeim og lagði það á sig að mótmæla fyrir framan heimili þeirra. Á örskotsstundu breyttust dansararnir á Hrunadansleiknum hinum síðari úr oflátungslegum forréttindadindlum í hágrátandi fórnarlömb eins og plágurnar sjö hefðu gert þeim heimsókn með tilheyrandi eymslum og pínslum. Og satt að segja, þá þessi uppreisn og upprisa hrundansandi efrimillistéttar- og yfirstéttarslektis svo ógurlegt og niðurrífandi að sauðsvartan almúgann rekur í rogastans; það hefði ekki komið meir á óvart þótt púka- og draugafansinn, sem séra Snorri kom fyrir undir stóra steininum í réttarveggnum á Húsafelli, hefði komið þar skríðandi undan og farið að skaprauna fólki þar sem fyrr var frá horfið á átjándu öld.

Auðvitað grípa hinir hvimleiðu hrundansarar af kvennkyni til hins alþekkta óþokkabragðs að þær hafi verið valdar af mótmælendum og uppreisnarmönnum til að hrella af því að þær eru konur og einungis af því þær eru konur. Svona málflutningur er að sjálfsögðu ekki boðlegur, nema ef til vill fíflum og öðrum auðvaldskellíngum. Og þessum kvinnum munar heldur ekki um að beita börnum sínum fyrir sig og tíunda ofan í landslýð hvað blessuð börnin hafi orðið hrædd þegar mótmælendaskrýmslin sóttu að heimilum þeirra. Öðru máli var að gegna um börnin sem lentu á hrakhólum vegna hrunglæpanna og foreldra þeirra sem áttu hvorki í sig né á og máttu flýja land vegna þess, að þeir sem stjórnuðu landinu höfðu spilað með þau, logið að þeim og loks sparkað í afturendann á þeim um leið og þau voru borin út úr húsum sínum. 

Og nú ætlast slektið, sem dansaði hrundansinn hvað ákafast þar til landið sökk, að lýðurinn, skríllinn sem það kallar, fái tár í augun og iðrist fyrir að hafa verið illur í garð fjárplógsmanna og stjórnenda frjálshyggusubbuskaparins í kjölfar Hrunsins. Nú skal hinn óuppdregni almúgadeli líta eftirleiðis á eftirmillistéttar- og yfirstéttarfólk sem brjóstumkennanleg fórnarlömb illrar framkomu, og kjökra fullur iðrunar yfir mótmælum sínum gegn hrundu þjófafélagi yfirstéttarinnar. Það góða í þessu er, að Steingrímur nokkur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir edurreistu hið gamla hrunda Ísland upp í hendurnar á auðvaldinu og brátt verður allt sem áður var, enda er hrundansinn hafin á ný.



mbl.is Ósannað hverjir voru að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband