Leita í fréttum mbl.is

Nútímavædd guðfræði að undirlagi kjararáðs og samtaka atvinnulífsins

skrattaskrifÍ nútíma guðfræðinni, þar sem guðspjöllin hafa verið endurskoðuð niður í kjölinn og endurskrifuð frá upphafi til enda, er Jesús látinn segja, að ekki sé verkamaður verðugur launa sinna nema byskubb sé. Þar með var fátt til fyrirstöðu að hækka laun byskubbsins okkar all-sæmilega, því status herrafrú Agnesar byskubbs er postullegs eðlis og því á pari við veraldlega upphefð forsætisráðherra, eða hvaða ráðherra sem er. Þett gjörir kjararáð sér vel grein fyrir og kjararáð er jafnaðarflokkur þegar kemur að byskubbum og ráðherrum.

Þegar byskubb vor stígur í stólinn næsta aðfangadagskveld mun hún messa upp úr nútímaguðspjalli og tilkynna að Máría hafi ekki fætt jésúbarnið í jötu heldur í herbergi heima hjá helsta kvótagreifanum í Betlehem. Enn fremur eru þau foreldrar Jesúsar ekki lengur af standi almúgafólks, heldur eru forfeður þeirra útgerðarmenn, gróssérar, heildsalar, sýslumenn og prestar svo langt aftur sem ættfræðin nær. Og litli sósíalistinn frá Nasaret er ekki lengur byltingarmaður samkvæmt nútíma guðfræði og endurskoðuðum guðspjöllum, heldur viðskiptafræðilærður ljúflingur í góðu sambandi við Jahve. Ennfremur, að Jesús hafi verið fullgildur meðlimur í atvinnurekendasamtökum farísea og fræðimanna. Þá segir nútíma guðfræðin fullum fetum að ferðalag Jesúsar á krossinn, sé öll einn stór misskilningur. Að vísu hafi hann fallið frá langt fyrir aldur fram, en það atvikaðist af því að pilturinn datt niður úr tré, sona eins og Keith Richards hér um ári. Upp úr þessu öllu spratt viðskiptaguðfræðin, sem síðari tíma menn fóru að kalla frelsunarguðfræði, eða eitthvað í þá áttina.

kross1Já, drengir mínir, það verður ekki amalegt fyrir byskubbinn að messa upp úr nútíma guðfræðinni á aðfangadagskvöld með drjúga launahækkun frá kjararáði upp á vasann. Nú má fjandinn sjálfur formlega eiga þvættinginn í gömlu guðspjöllunum um nálaraugað, úlfaldann og ríka manninn, enda getur bara ekki verið að mannkynsfrelsarinn, sem var viðskiptafræðimenntaður og í atvinnurekendasamtökum, hafi sagt soleiðis óþverra. Og í messulok á aðfangadagskveld mun byskubbinn hrópa eftir því að allir taki hinni viðskiptapostulegu kveðju og krefjast þess, að kjararáð blessi sig og varðveiti og að Viðskiptaráð láti nú sína ásjónu lýsa eins og 200 kerta peru yfir sig. Og amen.  


mbl.is Laun biskups hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband