Leita í fréttum mbl.is

Það eru erfiðir tímar ...

fool3.jpgÞá er komið upp úr dúrnum, að herra E. Arnalds vill endilega leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík beint á næsta ljósastaur.

Þessi einkennilega ákvörðun Eyþórs kemur beint í kjölfar álits frú Ingveldar, sem dæmdi Eyþór gjörsamlega óhæfan til borgarstjóraembættis í Reykjavík. Að fara þannig í blóra við vilja og dóm frú Ingveldar er bein ávísun á hlálegar ófarir í árferði eins og nú ríkir, því vitað er að kjósendur í Reyjkavík brenna í skinninu eftir að fá að rassskella Sjálfstæðisflokkinn einusinni enni í borgarstjórnarkosningum.

Tímarnir eru erfiðir og leið Sjálfstæðisflokksins liggur hér eftir aðeins niður á við. Fólk er víst, upp til hópa, búið að fá yfir sig nóg af þessum andskotans krimmasamtökum og eiga þá ósk heitasta þurfa aldrei að heyra nafn Sjálfstæðisflokksins nefnt á nafn meir.

Þekkið þið hann Giljagaur,
greyið sem ók á ljósastaur?
Hann hyggur í raun og verunni,
að það sé saur í perunni.


mbl.is Eyþór vill leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Léleg vísan hjá þér, óstuðlaður seinni partur!!!

Og Eyþór Arnalds á þetta ekki skilið af þér.

Jón Valur Jensson, 9.1.2018 kl. 19:25

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Tja, það er nú þannig, Jón Valur, að maður spanderar ekki dýrum kveðskap á Eyþór. Eða eins og Þórarinn Eldjárn segir í Dysneyrímum sínum:
,,Meðal annars meinar stolt
mér að eyða dýru á Walt."

Jóhannes Ragnarsson, 9.1.2018 kl. 20:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var þó stuðlað hjá Þórarni, en ég ætla ekki að jafna þér við hann á því sviðinu. En það er svo sem ekkert mál, en verra hitt, að þú ert svona illega pólitískur, það sést nú langar leiðir, að þetta eru ekki einber gamanmál hjá þér.

Jón Valur Jensson, 10.1.2018 kl. 04:36

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Jón Valur, Íslendingar eru í miklum mæli illilega pólitískir, hvernig sem á því stendur, en því miður er þeim ekki öllum jafn vel gefið að vera húmorískir.

Jóhannes Ragnarsson, 10.1.2018 kl. 14:31

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

I would think that this kind of humour

is really some sort of a tumor

    on your soul, my lad.

It might hamper your chance in life, man,

as would having a very bad wife, man,

    yes, really bad !

Jón Valur Jensson, 11.1.2018 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband