Leita í fréttum mbl.is

14 sjálfstæðismenn smána Akureyri

bur6.jpgEkki eru þeir vandir að virðingu sinni Akureyringarnir þetta árið. Heil 14 stykki af tegundinni gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins þar í bæ! Heil 14 stykki! En þegar málið er ígrundað nánar, kemur auðvitað í ljós, að þessi 14 hljóta að vera utanbæjarmenn, ekki raunverulegir Akureyringar. Hvernig í ósköpunum dettur þessu fólki svo í hug að svívirða Akureyri og gjöra lítið úr Eyjafirði með því að þykjast vilja vera í framboði fyrir annan eins hóp og Sjálfstæðisflokksinn. Sem betur fer rann framboðsfrestur út í gær, svo lítil hætta er á að fleiri utanbæjarmenn sláist í hópinn með þessum 14.

Einhverju sinni vóru Akureyringar svo léttir á bárunni, að þeim kom til hugar, í fullri alvöru, að banna Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri og gjöra hann brottrækan úr öllum Eyjafirði. En so féll loftsteinn beint ofan í hausinn á frú nokkurri á Svalbarðsströnd og þá gleymdu Akureyringar hugsjón sinni og fóru allir að leita að frúnni, sem fannst aldrei, því loftsteinninn flatti hana svo rækileg út að hún var óþekkjanleg upp frá því. Mörgum árum síðar, þegar Akureyringar voru minntir á að þeir hefðu ætlað að eyða Sjálfstæðisflokknum, brugðust þeir reiðir við og sögðu að einhver helvítis fyllibytta úr Reykjavík heði logið þessu upp á þá. Og þegar minnst var á frúnna á Svalbarðsströnd og lofsteininn, þá mundu Akureyringar akkúrat ekki neitt og kváðust ekki skyldugir til að svara svívirðingum og dáraskap í þeirra garð.

Nú á eftir að koma á daginn hvernig Akureyringar bregðast við jafn válegum tíðindum og þessu 14 manna framboði Sjálfstæðisflokksins. Munu þeir láta 14 utanbæjarfugla komast upp með að koma óafturkræfu óorði á höfuðstað Norðurlands? Taka norðanmenn máske á sig rögg og sópa fjórtánmenningunum á haf út? Eða niður í klóakið eins og hvurri annarri nagdýraplágu? Eða yfirtaka hin fjórtán fræknu Akureyri og breyta henni í eina grængolandi klámbúllu?
Já, drengir mínir, það eru spennandi tímar framundan, eins og Thorgerður Katrín segir stundum þegar oflætisgállinn er á henni. Og aungvu að treysta, enn sem komið er.


mbl.is 14 á lista Sjálfstæðisflokks á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband