Leita í fréttum mbl.is

Síra Baldvin varaði snemma við kvenprestum

Síra BaldvinJájá, elsku vinir, það er ekki tekið út með sældinni að vera sálusorgari og séra og ekki batnaði það eftir að konur tóku upp á læra gvöðfræði og heimta vígslu. Strax í upphafi varaði síra Baldvin eindregið við því að vígja kvensur til prests, það hefði ekkert upp á sig annað en að freista karlkyns presta og trufla þá frá heilagri boðun þeirra á orði jesú Krists. Varnaðarorð síra Baldvins áttu enda fullan rétt á sér, því nú kvenprestar stigið fram og bera sig aumlega undan karlkyns prestum, meðhjálpurum og sóknarnefndarformönnum.

Sjálfur hefir síra Baldvin lagt blátt bann við því að konur stígi í stólinn í þeim musterum sem hann hefir yfir að ráða, eða vinni einhver klekleg verk innan hans prestakalls og prófastsdæmis. Einhverju sinni var komið með steindauðan mann í líkistu og hún borin inn í höguðmusteri síra Baldvins, án þess að láta hann vita af þeim umsvifum fyrirfram. Þegar síra Baldvin kom á vettvang, var honum tjáð, að séra Hallbera Ösp Geirþjófsdóttir ætlaði að jarðsyngja líkið í kistunni daginn eftir. Auðvitað tók síra Baldvin þvílíkt og annað eins guðlast og fíflaframferði ekki í mál og umsvifalaust til sinna ráða.

Það sem síra Baldvin byrjaði á var að kalla til meðhjálpara sinn og sóknarnefnd og stefndi þeim til óvanalegar kirkjuathafnar. Þegar þeir komu til kirkju stóð síra Baldvin fyrir altari, ægilegur ásýndar, en fyrir framan altari stóð líkkista á búkkum. Og síra Baldvin hafði aungvar vöflur á, heldur bannsöng hinn framliðna í kistunni og vísaði honum beint til Helvítis. Síðan bannfærði hann aðstandendur hins láta og prestinn, séra Hallberu Ösp Geirþjófsdóttur, og bað Guð að uppræta það fólk allt og kasta því ósoðnu í eldsofninn. Að svo búnu bauð síra Baldvin meðhjálpara sínum og sóknarnefndarmönnum, að bera kistuna úr kirkju og grafa hana utangarðs svo sem eitt hundshræ. Svo grófu þeir ágæta holu ofan í fúamýri, langt frá guðshúsinu, og sökktu kistunni og innihaldi hennar niður í og mokuðu yfir.


mbl.is Stakk tungunni upp í hana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband